is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25097

Titill: 
  • Skipulag, staða og stefnumótun ferðaþjónustu í aðalskipulagi sveitarfélaga á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónustan hefur vaxið sem atvinnugrein á undanförnum árum. Talsverðar breytingar hafa orðið á umgjörð og rekstrarforsendum hennar. Landnotkun hefur breyst með tilkomu ferðaþjónustunnar og áhrif á íbúa og sveitarfélög eru að verða meiri, bæði jákvæð og neikvæð. Ferðaþjónusta getur skapað atvinnu, tekjur og stuðlað að byggðafestu, en á sama tíma nýtir atvinnugreinin sér ákveðna samfélagslega þætti og eins nýtir hún sér ákveðin almannagæði í starfsemi sinni.
    Áhrif ferðaþjónustunnar á innviði og grunngerð sveitarfélaga hafa lítið sem ekkert verið könnuð þrátt fyrir að fjölmörg sveitarfélög byggi í vaxandi mæli á ferðaþjónustu í atvinnustefnu sinni, að einhverju eða öllu leyti. Í ljósi þess er mikilvægt að sveitarfélög geri stefnumótandi áætlanir um það hvernig þau ætli sér að takast á við fjölda ferðamanna, umfang, uppbyggingu og þau áhrif sem ferðaþjónustan hefur á umhverfið. Mikilvægt er að móta framtíðarsýn um þá þætti í starfsemi sveitarfélaga sem snúa að ferðaþjónustunni s.s. skipulagsmál, innviði og grunngerð. Tryggja verður sjónarmið sjálfbærrar ferðaþjónustu, bæði hvað varðar varðveislu náttúruauðlinda og til að atvinnugreinin geti starfað í sátt við íbúa og ferðamenn.
    Með hliðsjón af ríkum áhrifum ferðaþjónustu á umhverfið sitt er áhugavert að skoða hvernig sveitarfélögin huga að ferðaþjónustunni þar sem sum þeirra eiga verulegra hagsmuna að gæta. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig ferðaþjónusta er skilgreind í aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaga. Aðalskipulag er lögformleg skipulagsáætlun sveitarfélaga þar sem skilgreind er þróun landnotkunar og byggðar í sveitarfélaginu til a.m.k. 12 ára tímabils. Helstu niðurstöður eru þær að í mörgum aðalskipulagsáætlunum skortir á að skýrar og stefnumótandi áherslur séu settar fram þegar kemur að ferðaþjónustu eða uppbyggingu hennar í sveitarfélaginu.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms ritgerð Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir maí 2106 skil.pdf3.66 MBOpinnPDFSkoða/Opna