is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25103

Titill: 
 • Skammtíma fylgikvillar skurðaðgerða vegna krabbameins í ristli og endaþarmi
 • Titill er á ensku Short-term complications after colorectal cancer surgery
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi hjá báðum kynjum. Skurðaðgerð er mikilvægasta meðferðin og sú eina sem getur læknað sjúkdóminn. Tíðni ýmissa fylgikvilla eftir aðgerð getur verið góður mælikvarði á árangur hjúkrunar. Tíðni fylgikvilla vegna aðgerða á krabbameini í ristli og endaþarmi á Íslandi er ekki þekkt. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni fylgikvilla eftir aðgerðir á krabbameini í ristli og endaþarmi.
  Aðferðafræði: Gerð var framsýn, lýsandi rannsókn. Fylgst var með því hvort sjúklingar sem fóru í skurðaðgerð vegna krabbameins á ristli eða endaþarmi á rannsóknartímabilinu hafi fengið skammtíma fylgikvilla (innan 30 daga frá aðgerð) í kjölfar aðgerðarinnar. Þátttakendur í rannsókninni voru 70 sjúklingar sem fóru í aðgerð vegna krabbameins í ristli og endaþarmi á Skurðlækningadeild Landspítala frá 15. mars 2015 til 15.september sama ár. Upplýsingum var safnað með viðtölum við þátttakendur og úr sjúkraskrám. Öll frávik frá hefðbundnum bata sem þörfnuðust meðferðar voru metin sem fylgikvillar. Þeir fylgikvillar sem upp komu voru flokkaðir samkvæmt flokkun Clavien-Dindo, þar sem veitt meðferð við fylgikvillanum ræður flokkuninni.
  Niðurstöður: Fylgikvillar voru skráðir hjá 59% (41/70) sjúklinganna. Rof á samtengingu var hjá 14,7% þátttakenda og dánartíðni var 2,9%. Sýkingatíðni var 44,3% (31/70). Þvagfærasýkingar voru algengastar (24,5%). Djúpar sýkingar urðu hjá 18,6% og sárasýkingar hjá 14,3%. Sýkingu í blóð fengu 8,6%. Fylgikvilla tengdan hjarta fengu 12,9% þátttakenda.
  Ályktanir: Tíðni fylgikvilla er há miðað við tíðni fylgikvilla í sömu aðgerðum í nágrannalöndum. Skortur á skilgreiningum fylgikvilla gerir samanburð við erlendar rannsóknir erfiðan. Þessi niðurstaða undirstrikar nauðsyn þess að hafa framsýna skráningu á fylgikvillum skurðaðgerða svo hægt sé að meta árangur aðgerða og hjúkrunar.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Colon and rectal cancer is the third most common cancer in Iceland for both men and women. It accounts for 10% of all cancer incidence in Iceland. Surgery is the mainstay of treatment for colorectal cancer, however, as with other major operations it is not without risk. Although surgery for colorectal cancer is common in Iceland there is no data available on the rate of postoperative complications. Rate of some postoperative complications can be used to evaluate the quality of perioperative nursing care. The aim of this study is to describe the postoperative complications after surgery for colorectal cancer in Iceland.
  Methods: This is a descriptive study. We evaluated all short-term, postoperative complications in patients who underwent surgery for colorectal cancer at a single hospital center. The study period was 6 months in 2015, and seventy patients participated in the study. Information was obtained by interviews with the subjects and from hospital records. All deviations from normal recovery that required treatment in the 30 day postoperative period were defined as complications. We used the Clavien-Dindo system, which ranks complications according to the therapy needed to correct it.
  Results: The rate of complications was 59% (41/70). Anastomotic leak was seen in 14,7% of patients and mortality was 2,9%. Postoperative infection occured in 31 patient or 44.3%. Urinary tract infections were most frequent (24.5%), followed by intraabdominal infections (18.6%), surgical site infections (14.3%) and sepsis (8.6%). Cardiac complications occured in 12,9% of patients.
  Discussion: The rate of complications was high compared to other nations. Lack of definitions of complications in previous studies makes it difficult to compare our results to other studies. This study points out the importance of having prospective registry for complications to evaluate quality of surgery and nursing care.

Styrktaraðili: 
 • Vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
  Vísindasjóður Landspítala
Samþykkt: 
 • 8.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25103


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skammtíma fylgikvillar skurðaðgerða vegna krabbameins í ristli og endaþarmi.pdf2.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni - yfirlýsing um meðferð.pdf256.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF