en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/25109

Title: 
  • Title is in Icelandic Aðlögunarfærni barna og unglinga á einhverfurófi með eða án samhliða kvíðagreiningar
  • Adaptive functioning of children and adolescents on the autism spectrum with or without concurrent anxiety diagnosis
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Einhverfurófsraskanir einkennast af frávikum í hegðun sem oftast koma fram í barnæsku og má rekja til röskunar í taugaþroska en einkennamynd hvers einstaklings er ólík að fjölda, styrk og samsetningu einkenna. Börn og unglingar með röskun á einhverfurófi greinast oft með einhverjar aðrar geðraskanir samhliða og sú algengasta er kvíðaröskun. Kvíðaraskanir eru ástand sálfræðilegrar streitu sem einkennast af neikvæðum tilfinningum og hegðunarlegum, lífeðlislegum og hugrænum viðbrögðum við yfirvofandi ógn.
    Notast er við mat á aðlögunarfærni við greiningu á einhverfurófsröskun til að meta hæfni einstaklingsins til þess að takast á við kröfur daglegs lífs, til dæmis færni í félagslegum samskiptum og getu sem þarf til þess að sjá um sjálfan sig. Börn með einhverfurófsröskun hafa skerta aðlögunarfærni miðað við hugræna getu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif kvíðaraskana á aðlögunarfærni barna sem greind eru með einhverfurófsröskun. Búist var við því að aðlögunarfærni barna með einhverfurófsröskun og samhliða kvíðaröskun sé slakari heldur en þeirra sem eingöngu hafa einhverfurófsröskun.
    Þátttakendur voru 282 börn sem að fengu greiningu einhverfurófsröskunar á aldrinum sjö til sautján ára hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Barna- og Unglinga Geðdeild Landsspítalans samkvæmt ICD-10. Munur á aðlögunarfærni barna með og án samhliða kvíðagreiningu var metinn með t-prófum.
    Af þeim 282 börnum og unglingum sem greind voru með einhverfurófsröskun voru 29 þeirra (10,3%) einnig greind með einhverja kvíðaröskun. Niðurstöður voru ekki í samræmi við tilgátu sem rannsakendur settu fram þar sem þær bentu til að börn með kvíðagreiningu auk einhverfurófsröskunar séu betur stödd varðandi aðlögunarfærni.
    Lykilorð: einhverfa, einhverfurófsraskanir, aðlögunarfærni, VABS-II og kvíðaraskanir.

Accepted: 
  • Jun 8, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25109


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif kvíða á aðlögunarfærni barna á einhverfurófi-Selma_Sigrún.pdf71,78 MBOpenHeildartextiPDFView/Open