en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/25114

Title: 
 • Title is in Icelandic Samanburður á láréttum tölukvarða, orðakvarða og lóðréttum tölukvarða við mat á styrk verkja hjá öldruðum. Lýsandi rannsókn
 • Comparison of horizontal numerical rating scale, verbal rating scale and vertical numerical rating scale for assessment of pain severity in older adults. A descriptive study
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur. Verkir eru algengt vandamál meðal aldraðra. Til þess að hægt sé að veita viðeigandi verkjameðferð er mikilvægt að framkvæma kerfisbundið mat á verkjum með áreiðanlegum og réttmætum kvörðum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna styrk verkja, þörf á meðferð, fylgni milli lóðrétts tölukvarða, orðakvarða og lárétts tölukvarða og val á verkjamatskvörðum hjá öldruðum.
  Aðferð. Gerð var lýsandi rannsókn á Flæðisviði Landspítala. Kvarðarnir þrír voru lagðir fyrir inniliggjandi sjúklinga á endurhæfingardeildum fyrir aldraða. Skilyrði fyrir þátttöku voru að hafa náð 75 ára aldri, tala og skrifa íslensku og vera fær um þátttöku. Þátttakendum var sýndur einn kvarði í senn í handahófskenndri röð. Kannaður var núverandi styrkur verkja, verstu verkir síðastliðinn sólarhring og mesti styrkur verkja á ævinni. Einnig var kannað hvar á kvörðunum þátttakendur töldu sig hafa þörf fyrir meðferð og hver kvarðanna hugnaðist þeim best. Lýsandi tölfræði og fylgnipróf voru notuð við úrvinnslu gagna. Marktæknimörk voru sett við p < 0,05.
  Niðurstöður. Þátttakendur voru 67 talsins, 55% voru konur og meðalaldurinn var 85,4 (sf 4,8) ár. Meðalstyrkur verkja við rannsókn var 2,1 stig á láréttum tölukvarða. Þátttakendur töldu vera þörf á meðferð við verkjum við 4,5 stig á lárétta tölukvarðanum en brýna þörf við 8,5 stig. Martæk fylgni var á milli kvarðanna þriggja (p < 0,01), hæst á milli lárétta og lóðrétta tölukvarðans (ρ = 0,78 – 0,81) en minnst á milli orðakvarðans og lóðrétta tölukvarðans (ρ = 0,48 – 0,79). Flestum (75%) fannst auðveldast að nota orðakvarðann og 73% vildu helst nota þann kvarða.
  Ályktanir. Niðurstöðurnar sýna að meðalsterk til mikil fylgni var á milli kvarðanna þriggja sem bendir til þess að þeir gefi svipaðar niðurstöður við mat á styrk verkja. Aldraðir sjúklingar kjósa að nota orð til þess að lýsa styrk verkja.

 • Aims. Pain is a common problem among the elderly. A systematic assessment of pain using reliable and valid pain assessment tools is an essential first step in the management of pain. The aim of the study was to determine the level of pain amongst elderly patients, the correlation between a horizontal numerical rating scale (NRS), verbal rating scale (VRS) and vertical numerical rating scale (NRS) for assessment of pain, patients’ scale preference and where on the scales patients feel they need
  treatment.
  Methods. A descriptive design was used to study patients in a rehabilitation ward for the elderly in Landspítali, Iceland. The participants were 75 years and older, able to read and write Icelandic, and were cognitively able to complete the study. The scales were presented to participants in a random order. Patients were asked to rate their present pain, worst pain in the last 24 hours and worst pain ever. Participants were also asked where on the scales the needed treatment, and what scale they preferred. Descriptive statistics and Spearman’s rho correlation was used. Significance level was at p < 0.05.
  Results. Sixty-seven participants completed the study, 55% were women and the mean age was 85.4 (SD 4.8) years. The mean level of current pain amongst the participants was 2,1 points on the horizontal NRS. According to participants, there was need for treatment of pain at 4,5 points on the horizontal NRS and urgent need for treatment at 8,5 points. Correlations were highest between the two NRS scales (ρ = 0.78 – 0.81) and lowest between the vertical NRS and VRS (ρ = 0.48 – 0.79). Most participants (75%) felt the VRS was easiest to use and this was the preferred scale for 73% of participants.
  Conclusions. The three pain scales were moderately to strongly correlated. The findings suggest that it is possible to use whichever scale the patient prefers. Elderly patients prefer to use the VRS to describe their pain severity.

Accepted: 
 • Jun 8, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25114


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS ritgerð Auður Sesselja Gylfadóttir.pdf1.01 MBOpenHeildartextiPDFView/Open