Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25120
Í þessari skýrslu verður gert grein fyrir grunn vinnu sem lögð var í hönnun og útfærslu endurhlaðanlegs tækis sem nema á þau högg og snarpar hreyfingar sem það verður fyrir. Tækið er knúið rafhlöðum og getur skráð og vistað upplýsingar um hvers konar högg eða hnjask sem það verður fyrir.
Mikil áhersla var lögð á orkusparnað svo tækið geti verið í gangi sem lengst á einni hleðslu. Þetta var haft til hliðsjónar við íhlutaval. Við framkvæmd verkefnisins var tengingu komið á við einn íhlut í einu og síðan framkvæmdar prófanir á virkni hvers hluta til að tryggja rétta virkni tækisins, sem og meta orkunýtni. Tækið var prófað með hárri næmni svo ekki þyrfti að beita það miklu afli að tækið gæti skemmst við prófanir. Tækinu er haldið óvirku, að undanskildum skynjurum, þar til það verður fyrir höggi eða snarpri hreyfingu og hefst það þá handa við að safna upplýsingum um atburðinn og vista á minniskorti.
Fyrstu prófanir gefa í skyn tækið geti numið högg eða snarpa hreyfingu sem skyldi, safnað upplýsingum um það og vistað á korti í allt að 5 vikur á einni 3ja amper stunda hleðslu.
In this thesis the groundwork for an energy efficient, rechargeable, battery operated impact detector and data logger will be presented. The device will feature the ability to detect and log impacts and significant motion of the object it is attached to.
The highest priority of the project was energy efficiency, to maximize battery life, and the hardware used was carefully chosen in accordance with this. The hardware was added and interfaced one component at a time and rudimentary tests were conducted to ensure the stable and autonomous operation of the device, as well as to estimate battery life. The device was tested while set to high sensitivity to ensure that the hardware would not be damaged during testing. The device is inactive until it experiences sudden movement or impact and then it starts running and gathering data at a high sample rate to capture as much information about the event as possible.
Preliminary testing indicates that the device, as it’s presented here, can detect impact or significant motion, gather data on these events and save them to a memory card for up to 5 weeks on one 3000mAh charge.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heimir Sigurgeirsson - Impact Data Logger - Final.pdf | 1,63 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |