is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25123

Titill: 
 • Skammtíma loftmengun í Reykjavík og heilsufarsvísar. Úttektir lyfja, dánartíðni og komur á sjúkrahús
 • Titill er á ensku Short-term air pollution in Reykjavik and health indicators. Drug dispensing, mortality, and hospital visits
Námsstig: 
 • Doktors
Útdráttur: 
 • Inngangur: Bæði lang- og skammtímaáhrif loftmengunar hafa verið tengd við versnun sjúkdóma og aukningu í dauðsföllum. Markmið þessara rannsókna var að skoða hugsanleg heilsufarsáhrif skammtíma útsetningar loftmengunar af völdum umferðar og jarðvarmavirkjana á íbúa Reykjavíkursvæðisins.
  Efni og aðferðir: Ritgerðin er samantekt á þremur lýðgrunduðum rannsóknum sem birtar hafa verið í þremur vísindagreinum. Niðurstöður allra rannsóknanna byggja á íslenskum gagnagrunnum einstaklinga 18 ára og eldri sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu á rannsóknartímanum.
  Rannsóknaraðferðir í greinum I og II eru svipaðar. Í grein I, var tvíátta tilfella víxlrannsóknarsnið (e. symmetrical bidirectional case-crossover analysis) notað til að skoða sambandið milli skammtíma útsetningar loftmengunar og úttektar hjartalyfja (glyceryl trinitrate) við hjartaöng á árunum 2005 til 2009. Í grein II var tíma-lagskipt tilfella-víxlrannsóknarsnið (e. time stratified case crossover analysis) notað til að skoða sambandið milli skammtíma útsetningar loftmengunar og dauðsfalla af náttúrulegum sökum (öll dauðsföll nema slys og eitranir) þar sem sérstaklega voru skoðuð dauðsföll af völdum hjartasjúkdóma. Þeir mengunarþættir sem voru skoðaðir voru: svifryk sem er minna en 10 µm í þvermál (PM10), nitur díoxíð (NO2), óson (O3), brennisteinsvetni (H2S) frá jarðvarmavirkjunum í grend við höfuðborgarsvæðið og brennisteins díoxíð (SO2) (aðeins grein II). Í grein III var línuleg aðhvarfsgreining (e. generalized linear model) notuð. Þar var gert ráð fyrir Poisson dreifingu útkomunnar til að skoða sambandið milli skammtíma útsetningar H2S mengunar og innlagna á Landspítala Háskólasjúkrahús (LSH) og koma á bráðamóttöku sama sjúkrahúss vegna hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma eða heilablóðfalla. Rannsóknartímabilið var frá árinu 2007 til og með júní 2014. Líkan var notað til að áætla styrk H2S á fimm mismunandi svæðum á höfuðborgasvæðinu.
  Niðurstöður: Í grein I fannst marktækt samband milli 3-daga meðaltalsstyrks loftmengunarefnanna NO2 og O3 og glyceryl trinitrate hjartalyfjaúttektar. Fyrir NO2 var gagnlíkindahlutfallið (OR) 1.136 (95% öryggisbil (95% CI) 1.069-1.207) sama dag og mengunin jókst (lag 0) og 1.096 (95% CI 1.029-1.168) þegar mengunin jókst daginn áður (lag 1). Fyrir O3 fékkst OR 1.094 (95% CI 1.029 1.163) á lag 0 og 1.094 (95% CI 1.028-1.166) á lag 1. Ekkert marktækt samband fannst milli annara loftmengunarefnanna og hjartalyfjaúttekta.
  Í grein II fannst marktækt samband milli fjórðungsmarkabreytingar (e. interquartile range changes) á 24ra stunda meðaltals styrks H2S yfir sumarmánuðina (maí til október) og dauðsfalla af náttúrulegum orsökum með 5.05% aukinni áhættu (IR%) (95% CI 0.61-9.68) daginn eftir að aukningin í H2S átti sér stað (lag 1) og þegar aukning á styrk H2S var tveimur dögum áður (IR%=5.09, 95% CI 0.44-9.97, lag 2). Sambærilegt samband fannst meðal eldri einstaklinga (lag 0: IR%=1.94, 95% CI 0.12-1.04; lag 1: IR%=1.99, 95% CI 0.21-1.04) og meðal karlmanna (lag 0: IR%=2.26, 95% CI 0.23-4.44). Óháð greining leiddi einnig í ljós marktækt samband milli 24ra stunda H2S mengunarstyrks yfir lyktarmörkum (7 µg/m3) og dauðsfalla af völdum náttúrulegra orsaka. Ekkert marktækt samband fannst milli annara loftmengunarefna og dauðsfalla.
  Í grein III fannst marktækt samband milli 24ra stunda H2S meðaltals styrks yfir lyktarmörkum (7 µg/m3) og innlagna á LSH og koma á bráðamóttökuna með hjartasjúkdóma sem aðal sjúkdómsgreiningu (lag 0 hlutfallslegri áhættu (RR)=1.067; 95% CI 1.024-1.111, lag 2 RR=1.049; 95% CI 1.005-1.095 og lag 4 RR=1.046; 95% CI 1.004-1.089). Sambærilegt samband fannst einnig meðal eldri einstaklinga (lag 0 RR= 1.075; 95% CI 1.014-1.140 og lag 3 RR=1.072; 95% CI 1.009-1.139) og karlmanna (lag 0 RR=1.087; 95% CI 1.032-1.146 og lag 4 RR=1080; 95% CI 1.025-1.138). Ekki fannst samband milli H2S mengunar og innlagna á LSH og koma á bráðamóttökuna með lungnasjúkdóma eða heilablóðfall sem megin sjúkdómsgreiningu.
  Ályktun: Í grein I, voru tveir umferðartengdir loftmengunarþættir tengdir við versnandi sjúkdómseinkenni þeirra sem þjást af hjartaöng, í formi úttektar glyceryl trinitrate. Þegar styrkur NO2 eða O3 hækkaði, var aukning í úttektum lyfja við hjartaöng. Einnig benda niðurstöðurnar til að hægt sé að nota hjartalyfjaúttektir sem útkomubreytu þegar könnuð eru möguleg heilsufarsleg áhrif loftmengunar. Niðurstöður úr greinum II og III, gefa til kynna möguleg neikvæð heilsufarsleg skammtíma áhrif brennisteinsvetnis á heilsu manna, einkum ef 24ra stunda meðaltal efnisins fer yfir lyktarmörkin, 7 µg/m3. Sambandið milli H2S og heilsufarsbrest var sterkast yfir sumarmánuðina og meðal karlmanna og eldri einstaklinga.

 • Útdráttur er á ensku

  Background and aims: Both short- and long-term air pollution exposure has been associated with increased morbidity and mortality. Here, the aim was to examine the possible adverse health effects associated with short term changes in ambient air pollutant concentrations in the Reykjavik capital area. Traffic-related and geothermal source-specific hydrogen sulfide (H2S) air pollutants were considered.
  Materials and methods: Papers I, II, and III are population based studies. The outcome data for each paper are derived from nation wide registries and covered individuals (18 years of age and older) living in the Reykjavik capital area during each study period.
  The methods used in papers I and II were similar. In paper I, a symmetrical bidirectional case-crossover analysis was used to estimate the association between short term air pollution exposure and use of the sublingual medication glyceryl trinitrates, used against attacks of angina pectoris, over the study period of 2005-2009. In paper II, a time-stratified case-crossover analysis was used to estimate the association between short term daily exposure to air pollution and mortality due to natural (other than deaths due to external causes) and cardiovascular causes over the study period of 2003-2009. The pollutants of interest in papers I and II were: particle matter with an aerodynamic diameter less than 10 μm (PM10), nitrogen dioxide (NO2), ozone (O3), geothermal source specific hydrogen sulfide (H2S), and sulfur dioxide (SO2) (only in paper II). In paper III, a generalized linear model was used to estimate the association between short-term H2S exposure and emergency department visits and admissions (jointly known as emergency hospital visits) to the Landspitali University Hospital. A Poisson distribution of the outcome variables was assumed. The main diagnoses of interest were heart disease, respiratory disease, and stroke as primary diagnosis. The study period was January 1, 2007 to June 30, 2014. A model was used to estimate H2S concentrations in five different sections of the Reykjavik capital area.
  Results: In paper I, a significant association was found between the 3 day average concentrations of NO2 and O3 and daily dispensing of glyceryl trinitrates. For NO2 the odds ratios (OR) were 1.136 (95% confidence intervals (95% CI) 1.069 1.207) at lag 0 and 1.096 (95% CI 1.029-1.168) at lag 1. For O3 the OR were 1.094 (95% CI 1.029-1.163) at lag 0 and 1.094 (95% CI 1.028-1.166) at lag 1. No associations were found between other pollutants and dispensing of glyceryl trinitrate.
  In paper II, a significant association was found between the interquartile range increases of H2S 24 hour concentrations (2.6 µg/m3) and daily natural cause mortality during the summer season of May to October yielding a percent increased risk (IR%) of 5.05, 95% CI 0.61-9.68 at lag 1 and IR%=5.09, 95% CI 0.44-9.97 at lag 2, and more pronounced among the elderly population (lag 0: IR%=1.94, 95% CI 0.12-1.04; lag 1: IR%=1.99, 95% CI 0.21-1.04) and males (lag 0: IR%=2.26, 95% CI 0.23-4.44). These results were supported by an independent analysis showing an association between H2S concentrations exceeding the odor limit of 7 µg/m3 and natural cause mortality. No associations were found between the other pollutants studied and mortality.
  In paper III, a significant association was found between H2S concentrations exceeding 7 µg/m3 and emergency hospital visits with heart disease as a primary diagnosis (lag 0 risk ratio (RR)=1.067; 95% CI 1.024-1.111, lag 2 RR=1.049; 95% CI 1.005-1.095, and lag 4 RR=1.046; 95% CI 1.004-1.089), and more pronounced among the elderly population (lag 0 RR= 1.075; 95% CI 1.014 1.140 and lag 3 RR=1.072; 95% CI 1.009-1.139) and males (lag 0 RR=1.087; 95% CI 1.032-1.146 and lag 4 RR=1080; 95% CI 1.025-1.138). No associations were found between H2S exposure and emergency hospital visits with respiratory disease or stroke as a primary diagnosis.
  Conclusion: Results from paper I indicate that, two traffic-related air pollutants may adversely affect cardiovascular health, as measured by the dispensing of anti angina pectoris medication. When NO2 and O3 increased, there was an increase in daily dispensing of glyceryl trinitrates. Also, the results indicate that dispensing of anti-angina pectoris medication could be used as an outcome measure in relation to ambient air pollution. The results from papers II and III give rise to the assumption of possible adverse cardiovascular health effects of ambient low level concentrations of intermittent H2S, especially if the 24 hour concentrations exceed the odor limit of 7 µg/m3. Additionally, the associations were stronger over the summer months and among males and the elderly.

Styrktaraðili: 
 • Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands/Doktorsstyrkir Rannsóknasjóðs
Samþykkt: 
 • 9.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25123


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Finnbjornsdottir_Thesis.pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Finnbjornsdottir_RafraentSamthykki.pdf473.61 kBLokaðurRafrænt samþykkiPDF