is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25124

Titill: 
  • Upplýsingaskylda seljanda og aðgæsluskylda kaupanda með tilliti til laga nr. 40/2002 um fasteignakaup
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir upplýsingaskyldu seljanda og hvaða afleiðingar verða þegar seljandi vanrækir skyldu sína. Jafnframt verður gerð grein fyrir aðgæsluskyldu kaupanda og hvaða þýðingu það hefur fyrir kaupanda ef hann fullnægir ekki skyldunni.
    Niðurstaðan í þessari ritgerð er að seljandi á að upplýsa kaupanda um öll þau atriði sem geta haft áhrif á gerð eða efni kaupsamnings. Upplýsingaskylda seljanda er rík og skortur á upplýsingum eða upplýsingum sem beinlínis eru rangar hafa verulega þýðingu við gerð og efni kaupsamnings. Á kaupanda hvíla einnig ríkar skyldur þar sem hann þarf að uppfylla aðgæsluskyldu. Samkvæmt því ber honum að skoða fasteign áður en kaupsamningur er gerður en þó er ekkert ákvæði sem kveður á um fortakslausa skoðun fyrir kaup. Ef kaupandi skoðar ekki fasteign áður en kaupsamningur er gerður hefur hann fyrirgert sér þeim rétti að beita vanefndaúrræðum laganna. Skyldur aðila eru taldar veigamiklar í réttarframkvæmd og það eigi að horfa reglunar sjálfstætt þar sem hvor aðili um sig á að fullnægja þessum skyldum.
    Í eldri dómaframkvæmd var kaupandinn látinn bera hallann en fasteignakaupalögin lögfestu að upplýsingaskyldan skyldi ganga aðgæsluskyldunni framar sbr. 3. mgr. 29. gr. fkpl. Markmiðið var að breyta áralangri dómaframkvæmd sem dómstólar hafa mótað. Þrátt fyrir lagasetningu héldu dómstólar sig við eldri fordæmi þar til árið 2013 þegar Hæstiréttur komst loksins að niðurstöðu sem telst í samræmi við núgildandi lög þegar hann dæmdi skv. 3. mgr. 29. gr.

Samþykkt: 
  • 10.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S.-Ritgerd-HIN-EINA-RETTA.pdf756.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna