is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25126

Titill: 
 • Samræmd gjaldtaka í ferðaþjónustu : afhverju hefur samræmd gjaldtaka í ferðaþjónustu ekki orðið að veruleika?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er leitast við að greina ástæður þess að illa hefur tekist að innleiða samræmda gjaldtöku á ferðamönnum til að fjármagna innviðastyrkingu í íslenskri ferðaþjónustu. Fjallað verður um ástand ferðamannastaða með tilliti til afkomu og fjárþurftar til að bæta innviði og uppbyggingu í ferðaþjónustu. Markmiðið er að varpa ljósi á misbrestina og hvernig bæta mætti samvinnu stjórnvalda og ferðaþjónustunnar til að auka möguleikann á að samræmd gjaldtaka gæti orðið að veruleika.
  Helstu niðurstöður eru þær að stjórnvöldum hefur tekist illa að virkja þátttöku hagsmunaaðila við mótun samræmdra gjaldtökuleiða. Afleiðingarnar eru að andstaða meðal þeirra hefur hindrað slík áform þrátt fyrir að brýn nauðsyn sé á auknu fjármagni til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Niðurstöður gefa til kynna að bresturinn liggi hjá báðum aðilum sem rekja má til áralangrar sögu samskipta stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. Eiga áform um samræmda gjaldtöku að skila þeim árangri sem nauðsyn er á þurfa allir aðilar að ná samkomulagi og samræmast um raunhæfar aðgerðir.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper seeks to analyze the reasons why an implementation of a coordinated fee on travellers to fund infrastructure development in Icelandic tourism has failed. The paper discusses the condition of tourist destinations with regards to earnings and the need for increased funding for the infrastructure for growing tourism. The object is to shine a light on the source of the failure and how cooperation between the government and the tourism industry might increase the possibility of a successful implementation of a coordinated fee.
  The primary results showed that the government has been unsuccessful in harnessing stakeholder participation in development of a coordinated fee collection which has resulted in an opposition towards such initiatives despite the urgency of increased funds towards tourism development. Results indicate that the inadequacy lies on both sides which traces back to a yearlong history of interactions between the government and the tourism sector. For such initiatives of a coordinated fee to generate the necessary results both parties will have to come to an agreement and harmonise on a viable policy.

Samþykkt: 
 • 10.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ArnarSigurdarson_BA_Lokaverk. (1).pdf744.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna