is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25128

Titill: 
 • Vinnustaðamenning Tryggingastofnunar
 • Titill er á ensku The Icelandic Social Insurance Office's Corporate culture
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Vinnustaðamenning (e. Corporate Culture/ Organizational Culture) er almennt skilgreind sem þær undirliggjandi hugmyndir og gildi sem eru ríkjandi í hugum starfsfólks og stýra og leiðbeina hegðun þess. Þessi menning er ólík á milli fyrirtækja og jafnvel á milli deilda innan sama fyrirtækis.
  Í þessari ritgerð er farið yfir helstu skilgreiningar og kenningar um vinnustaðamenningu og kynnt er megindleg rannsókn sem gerð var á vinnustaðamenningu Tryggingastofnunar ásamt niðurstöðum hennar. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja víddir menningarinnar og draga fram styrkleika hennar og veikleika. Með því að gefa stjórnendum yfirsýn yfir ríkjandi menningu hafa þeir fengið í hendurnar upplýsingar sem hægt er að nota sem stjórnunartól við breytingar á áherslum vinnustaðamenningar og þar með tækifæri til að vinna að úrbótum þar sem þeirra er þörf.
  Spurningalisti Denison ( Denison Organizational Culture Survey, DOCS) var lagður fyrir starfsmenn Tryggingastofnunar í mars 2016. Helstu niðurstöður voru þær að allar yfirvíddir menningarinnar mældust á aðgerðabili, helstu styrkleika var að finna í skýrri stefnu en veikleikana var helst að finna í undirvíddunum lærdómi, framtíðarsýn, þróun mannauðs og hæfni og samhæfingu og samþættingu. Gerður var samanburður á meðaleinkunnum á milli starfssviða þátttakenda og kom í ljós mikill munur á viðhorfi starfsfólks til menningar eftir starfssviðum. Einnig sýndu niðurstöður að stjórnendur hafa aðra sýn á menningu stofnunarinnar en starfsfólk en samkvæmt niðurstöðum stjórnenda er stór hluti undirvídda á starfhæfu bili eða styrkleikabili.

 • Útdráttur er á ensku

  Organizational Culture refers to the set of values, beliefs and behaviour patterns that guide employee’s behaviour. This Culture is different between companies and even between different areas inside the same company. The objective of this study was to explain the concept of Organizational Culture, explore different approaches, definitions and methods for evaluation.
  Denison’s Organizational Culture Survey, DOCS was submitted to employees of Iceland’s Social Insurance Administration (Tryggingastofnun) in March 2016. Denison’s method of evaluating Organizational Culture gives managers an overview of the prevailing symptoms of the Culture and information on the cultures strengths and weaknesses.
  The study‘s primary conclusion is that the Organizations Culture is characterised by a clearly defined mission, strategic direction and intention. The primary weakness of the Organizations Culture lies in Organizational Learning, Vision, Capability Development and Team Orientation. Findings also suggest that there is a big difference in cultural ratings between different managerial levels and between different departments inside the organization.
  Keywords: Corporate Culture, Organizational Culture, Denison, Social Insurance Administration, OrganizationSkrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vinnustadamenningTR.pdf1.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.