is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25129

Titill: 
 • Drifkraftar og hindranir í opinberri stjórnun : samanburður á íslenskum og dönskum stjórnendum
 • Titill er á ensku Drives and barriers in public management : comparison of Icelandic and Danish managers.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Norræn forysta einkennist af áherslu á samfélagsleg gildi, fjölbreytni og velferð borgaranna. Þessi stjórnunarstíll nýtur mikilla vinsælda í heiminum um þessar mundir vegna þess að hann skapar árangur sem þykir eftirsóknarverður. Megintilgangur þessa verkefnis felst í að skoða hvernig opinberir stjórnendur á Íslandi upplifa starfsumhverfi sitt, bera það saman við starfsumhverfi danskra stjórnenda og skoða í samhengi við norræn gildi.
  Gerð var lýsandi samanburðarrannsókn með megindlegum aðferðum. Send var vefkönnun til 1.786 opinberra stjórnenda og var svarhlutfall 31%.
  Helstu niðurstöður eru að íslenskir stjórnendur virðast vera ánægðir með starfsumhverfi sitt. Samstarf og tengslanet er gott á vinnustaðnum og stjórnendur telja sanngjarnar kröfur vera gerðar til þeirra. Hins vegar kemur í ljós að stjórnendur hafa lítil áhrif á árangur og betur mætti nýta skjalfestar upplýsingar.
  Samanburður við danska stjórnendur leiðir í ljós að upplifun stjórnenda er sambærileg þegar á heildina er litið þó að hvort land hafi sína sérstöðu. Þannig telja danskir stjórnendur skrifræði vera mikið en íslenskir stjórnendur virðast hafa lítil áhrif á starfsfólk til að auka skilvirkni. Báðir hópar telja sig hafa lítil áhrif á löggjöf og pólitískt bakland en eru ánægðir með fjárhagsleg og skipulagsleg skilyrði, telja tengslanet og samstarf gott en vilja bæta færni sína í gæðastjórnun.
  Samkvæmt niðurstöðunum einkennist opinber stjórnun á Íslandi af trausti, skýrum verkferlum, stuttum boðleiðum og litlu skrifræði en tækifæri felast í að hafa meiri áhrif og auka árangur í starfseminni. Verkefni og viðhorf íslenskra stjórnenda falla vel að norrænum viðmiðum þar sem opin samskipti, gagnrýni í hugsun og einstaklingshyggja í bland við umhyggju eru einkenni stjórnunarstílsins.
  Lykilorð: Norræn forysta, opinberir stjórnendur, velferðarstjórnun, leiðtogafærni, árangur.

 • Nordic leadership is characterized by an emphasis on social values, diversity and welfare of the citizens. This management style is popular in the world at the moment, because it creates a performance that is considered desirable. The main purpose of this project lies in examining how public managers in Iceland experience their working environment, compare it to working environment of Danish managers and look at it in context of Nordic values.
  This was a descriptive comparative study with quantitative methods. Internet survey was sent to 1,786 public managers in Iceland and the participation was 31%.
  The main conclusion is that Icelandic managers seem to be satisfied with their work environment. Cooperation and contact network is good at work and managers believe reasonable demands are made. However, it turns out that they seem to have little effect on performance and documented information could be used more effectively.
  Comparison with Danish managers reveals that overall, managers experience is comparable though each country has its uniqueness. Danish managers believe there is too much bureaucracy but the Icelandic managers seem to have little effect on staff to increase efficiency. Both groups believe they have little influence on legislation and on the political level, but are pleased with the financial and organizational conditions. They feel that network of contacts and cooperation good, but want to improve their skills in quality management.
  According to the results, public management in Iceland is characterized by trust, clear procedures, short communication channels and acceptable bureaucracy, but there are opportunities to have a greater influence on the staff and increase the efficiency of the operations. Challenges and attitudes of Icelandic managers fit well to Nordic standards where open communication, critical thinking and individualism mixed with caring are characteristic management styles.

  Keywords: Nordic leadership, public managers, welfare management, leadership, performance.

Samþykkt: 
 • 10.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25129


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BHA_Drifkraftar og hindranir í opinberri stjórnun.pdf2.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna