Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/25130
Markmið þessarar rannsóknar var að skoða mótun og innleiðingu á stefnu
Íslandsbanka frá því að hann var stofnaður í núverandi mynd árið 2009, og til dagsins
í dag. Mikill metnaður hefur verið lagður í mótun á stefnu bankans og hafa starfsmenn
bankans tekið virkan þátt í mótun hennar á árlegum stefnufundum. Í rannsókninni
voru viðhorf starfsmanna til innleiðingarinnar könnuð og skoðanir framkvæmdastjóra
og millistjórnenda bornar saman. Þrjár rannsóknarspurningar voru settar fram:
Hvernig var stefnumótun og innleiðing hennar háttað hjá Íslandsbanka?
Samræmist stefnumótun og innleiðing hennar í Íslandsbanka á einhvern hátt helstu
kenningum úr stefnumótunarfræðunum?
Hvaða munur er á viðhorfi stjórnenda og millistjórnenda innan bankans til
innleiðingarferlis stefnunnar með tilliti til flokkunarkerfis Miles og Snow?
Farið var yfir helstu kenningar stefnumótunarfræðanna ásamt kenningum
Miles og Snow um formgerðarflokkun á stefnum fyrirtækja. Notast var við lýsandi
samanburðarrannsókn þar sem spurningakönnun var lögð fyrir tvo hópa og svör þeirra
borin saman. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að þessir hópar séu báðir með
góða þekkingu á stefnunni, séu almennt ánægðir með innleiðinguna á henni og
sammála um flesta þætti er varða hana. Munur var þó á viðhorfi hópanna til flokkunar
á stefnu bankans og hvernig þátttakendur töldu heppilegast að stefnan yrði en þeir
voru beðnir um að flokka stefnu bankans eftir flokkunarkerfi Miles og Snow.
Niðurstöður benda einnig til þess að við mótun stefnunnar hafi verið horft til
stefnumótunarfræðanna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BrynjarArnason_MA_lokaverk.pdf | 1,35 MB | Open | Heildartexti | View/Open |
Note: Verkið er lokað tímabundið vegna viðkvæms efnis.