is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25131

Titill: 
 • SkjárEinn á samkeppnismarkaði : hver er markaðsstaða SkjásEins og getur SkjárEinn náð að byggja upp samkeppnisforskot á markaðnum?
 • Titill er á ensku SkjárEinn in the competitive market : How is the market position of SkjárEinn and is it possible for SkjárEinn to gain competitive advantage?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Miklar breytingar hafa átt sér stað í samkeppnisumhverfi íslenskra sjónvarpsstöðva á undanförnum árum í kjölfar tækniþróunar. Ný tækifæri hafa skapast og sjónvarpsstöðvar hafa þurft að hafa sig allar við í að fylgja samkeppninni og grípa tækifærin sem myndast hafa með tæknibreytingum.
  SkjárEinn hefur verið hluti af samkeppnisumhverfi sjónvarpsstöðva hérlendis síðan 1999 og hefur hann þurft að leggja sig fram við að skapa sér sess á markaðnum. Staða hans á markaði hefur verið nokkuð breytileg í gegnum árin og er áhugavert að skoða hver staðan er í dag.
  Markmið greiningarinnar var að skoða þróun SkjásEins í áhorfshlutdeild samanborið við helstu samkeppnisaðila og varpa ljósi á stöðu hans á markaðnum í dag. Einnig var ætlað að skoða hvort SkjárEinn geti átt möguleika á að ná samkeppnisforskoti á sjónvarpsmarkaðnum. Niðurstöður voru unnar með greiningu á annars stigs gögnum þar sem tölfræðilegum gögnum var safnað og unnið úr þeim með helstu markaðsaðgerðir og breytingar á virðistilboði SkjásEins til hliðsjónar. Við úrvinnslu gagnanna kom í ljós að sveiflur hafa verið á markaðsstöðu SkjásEins frá því rafrænar mælingar á sjónvarpsáhorfi hófust 2008. Rannsóknarspurningarnar hljóma svo: „Hver er markaðsstaða SkjásEins?” og „Getur SkjárEinn náð að byggja upp samkeppnisforskot á markaðnum?”
  Niðurstöður greiningarinnar leiddu í ljós að markaðsstaða SkjásEins hefur verið á uppleið á síðastliðnum tveimur árum og er orðin nokkuð sterk. Möguleiki SkjásEins á samkeppnisforskoti virðist þó ekki í sjónmáli þar sem Rúv hefur afgerandi forystu. Hins vegar getur SkjárEinn hugsanlega náð samkeppnisforskoti á markaði einkarekinna sjónvarpsstöðva.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Significant changes have taken place in the competitive environment of television channels the past years as a result of technological development. This has created new opportunities in the market and it takes a lot of concentration to observe the competition and seize these new opportunities.
  SkjárEinn, has been a part of the competitive market since 1999 and has had to use its best endeavors to keep up with the competition since its position has been quite flickering over the years.
  The goal of this analysis is to examine the share SkjárEinn has had for the last eight years in television viewing compared to major competitors, shed light on its market position and to see if SkjárEinn can achieve competitive advantage in the market. Results were obtained by collection and processing of secondary data. The analysis showed that the market position of SkjárEinn has been fluctuating since electronic measurements of television viewership began in 2008.
  Research questions: “How is the market position of SkjárEinn in its competitive market?” “Is it possible for SkjárEinn to gain competitive advantage?” Results show that its position in the market has been improving the past two years and has become pretty strong. Its potentials of gaining competitive advantage seems not to be within reach since Rúv has a decisive lead on the market. On the other hand, it might be possible for SkjárEinn to achieve competitive advantage within private television channels in Iceland.

Samþykkt: 
 • 10.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BjörkJJóelsdóttir_BS_lokaverk..pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna