is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25139

Titill: 
 • Réttarstaða albanska hælisleitandans "Málsmeðferð hælisumsóknar frá höfnun hælisbeiðnar að veittum ríkisborgararétti"
 • Titill er á ensku The legal status of Albanian asylum seekers, „Proceedings of the refusal of an asylum application to the granting of an Icelandic citizenship“
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Útdráttur
  Rannsókn höfundar snýr að málsmeðferð hælisumsókna á Íslandi með skírskotun til málsmeðferðar albönsku Pepaj fjölskyldunnar sem sótti um hæli á Íslandi í febrúarmánuði árið 2015. Hælisumsókn albönsku fjölskyldunnar fór í gegnum skilyrt ferli Útlendingastofnunar sem annast afgreiðslu umsókna og tekur ákvarðanir í málum hælisleitenda á fyrsta stjórnsýslustigi. Málsmeðferð fjölskyldunnar lauk haustið 2015 með höfnun Útlendingastofnunar á hæli og þá var þeim einnig synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Fjölskyldan snéri aftur til Albaníu en dvöl þeirra í heimalandi sínu var stutt, því að tillögu allsherjarnefndar Alþingis var fjölskyldunni veittur íslenskur ríkisborgararéttur með lögum í desember mánuði árið 2015. Í rannsókninni verður farið yfir þau ólíku álitamál sem komu upp við meðferð hælisumsóknar Pepaj fjölskyldunnar. Fjallað verður um ólíkar valdheimildir stjórnvalda annars vegar og löggjafans hins vegar þegar kemur að veitingu íslensks ríkisfangs og hvernig matskenndar ákvarðanir geta valdið óvissu og dregið úr réttaröryggi borgarana. Höfundur telur í niðurstöðu sinni að Útlendingastofnun hafi haft svigrúm til að veita Pepaj fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í ljósi ákvæða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vegna heimilda sem íslensk lög veita stjórnvöldum við ákvarðanatöku í málefnum útlendinga. Höfundur telur þörf á hlutlægum og vel skýrðum lagareglum um málsmeðferð hælisumsókna og við veitingu íslensks ríkisfangs sem bæði stjórnvöld og löggjafinn verði að vera bundin af, sér í lagi nú þegar gert er ráð fyrir fjölgun hælisumsókna á Íslandi vegna flóttamannavanda heimsins.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  This thesis is a study of Icelandic asylum procedures with reference to an asylum application of one albanian national family who applied for an asylum in Iceland in February of 2015. The application underwent a conditional procedure of the Icelandic Directorate of Immigration which is in charge of processing and deciding all asylum application in the first instance. The Icelandic Directorate of Immigration rejected the asylum application of the albanian family in the autumn months of 2015. Icelandic authorities also rejected the families application of a residence permit based on humanitarian grounds. The family returned to Albania but their stay was cut short due to a change in their legal status in Iceland when the Icelandic Parliament passed a bill and granted the family, an Icelandic citizenship in December of 2015. In this study, the main focus will be on the different issues that arouse whilst the asylum application was being processed within the Icelandic justice system. The author of this study will explore how the rules of procedure on the granting of Icelandic citizenship differ depending on who handles the case, the authorities or the legislature and how discretionary decisisons can cause legal uncertainty amongst the citizens. In the conclusion of this study, the author believes that the Icelandic Directorate of Immigration had a legal opportunity to grant the albanian family residency in Iceland on humanitarian grounds in view of the provisions of the United Nation Convention on the rights of the child and within the means of Icelandic law. It is the conclusion that there is an urgent need for better defined legal rules that should be applied in the same manner whether an application is being processed under the responsibility of the authorities or by the legislature. It is especially important in cases regarding the rights of refugees now that that countries of the world are facing their biggest challenge of refugee movement since the second world war.

Samþykkt: 
 • 10.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25139


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GuðmundaKarlsdottir_BS_Lokaverk.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna