is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25140

Titill: 
 • „Við höfum bara ekki haft tíma í það...“ : um innleiðingu safnalaga og hlutverk safnstjóra
 • Titill er á ensku „We just don´t have time...“ : About museum law implementation and the role of the museum director
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikilvægur áfangi náðist í sögu íslenskra safna með tilkomu safnalaganna nr. 141/2011. Þá gátu söfn sótt um viðurkenningu frá mennta – og menningarmálaráðherra að undangenginni tillögu safnaráðs. Söfnin sem hlotið hafa viðurkenningu eru 45 talsins og eru þau staðsett víðsvegar um landið. Þetta eru listasöfn, menningarminjasöfn, náttúruminjasöfn og söfn með blandaða starfsemi. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig safnstjórum viðurkenndra safna á Íslandi hefur tekist að sinna því hlutverki sem þeim er ætlað í lögum. Sjónum var beint að safnstjórum sem bera ábyrgð á rekstri safna og að þau starfi í anda safnalaganna. Hlutverk stjórnenda safna var skoðað og ljósi varpað á fræðilegar heimildir um safnastjórnun og hvernig starfið birtist í raunveruleikanum. Stjórnendur safna eins og aðrir stjórnendur eru stöðugt að bregðast við áreiti og eiga í margvíslegum samskiptum við gesti, eigendur safna og aðra hagsmunaaðila. Þeir sópa líka gólf, skipta um ljósaperur, setja upp sýningar og moka snjó. Flest viðurkennd söfn á Íslandi eru lítil þar sem stöðugildi á ársgrundvelli eru frá hálfu upp í fimm. Rannsókn þessi byggir á blandaðri aðferð, þar sem notaðar voru bæði megindlegar og eigindlegar aðferðir við gagnaöflun og úrvinnslu. Tekin voru þrjú viðtöl og sendur út spurningalisti til safnstjóra viðurkenndra safna. Rannsakandi starfar sjálfur sem safnstjóri og hefur því persónulegan áhuga á viðfangsefni rannsóknarinnar. Helstu niðurstöður voru þær að þeir safnstjórar sem tóku þátt í rannsókninni telja að það gangi vel að innleiða safnalögin og að þau séu til bóta. Lögin eru rammi um gæði og aukna fagmennsku í safnastarfi. Aftur á móti skortir fé til rekstursins og mannauð til að sinna þeim verkefnum sem lögin kveða á um. Safnalögin eru sett af Alþingi en sveitarfélögin sem í flestum tilvikum eru eigendur safna móta stefnu og útdeila fé til safnastarfsins. Starfsumhverfið er því síbreytilegt vegna mismunandi áherslna eigenda safna og ekki á vísan að róa með fjármagn til rekstursins.
  Lykilorð: [Safn, safnalög, viðurkennt safn, safnstjóri, menningarstjórnun]

 • Útdráttur er á ensku

  An important milestone was reached in the history of Icelandic museums when the Museum Act no. 141/2011 was approved by the Parliament. Museums were then able to seek accreditation from the minister of culture and education after nomination from the Icelandic Museum Council. In the beginning of 2016 accredited museums were 45. They are located all over Iceland and of various kind; art museums, heritage museums, nature museums and museums with mixed purpose. The aim of this research was to investigate how museum directors manage to implement the museum law. The focus was on the managing directors as they are responsible for running their museums according to law. Museum director’s role is researched, the reality of their job and how it is portrayed in theory. They like other managers are very responsive, busy communicating with museum guests, owners and other stakeholders. Sweeping the floor, changing light bulbs, curating and clearing the snow in winter is also part of their daily routine. Most Icelandic accredited museums are small with staff positons from half to five on annual basis. This research uses both qualitative and quantitative research methods. Interviews were taken with three directors and a questionnaire was sent to all directors via QuestionPro. Researcher is a museum director and has therefore a personal interest in the research subject. Research findings show that museum directors appreciate the museum accreditation and the implementation of museum law goes well. The law is a framework where quality and professionalism in museum work is emphasized. However, there is a lack of funds for operations and human resources to perform the tasks stipulated by law. The Museum Law are set by Parliament but the fact is that local authorities in most cases are the museum owners and they have the authority to formulate policy and allocate funds to the museums. The work environment is dynamic and in some cases unstable due to the different priorities of the owners from time to time.
  Keywords [Museum, museum law, accredited museum, museum director, cultural management]

Samþykkt: 
 • 10.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðny_Dora_Gestsdottir_ MA_lokaverkefni.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna