is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25142

Titill: 
  • Ferðaþjónustan í Vestmannaeyjum : hver eru hagræn áhrif ferðaþjónustu á viðskiptalíf í Vestmannaeyjum og hversu sterk er samfélagsábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu?
  • Titill er á ensku The tourism industry in the island : What are the economic impacts of tourism on the business community in Vestmannaeyjum and how strong is the social responsibility with in tourism company in the region?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ljóst er að Landeyjarhöfn og beinar siglingar þaðan hafa umtalsverð áhrif á fjölda innlendra og erlendra ferðamanna og þar með á viðskiptalífið, samfélagið og hagkerfið í Eyjum. Í dag byggir atvinnulíf í Eyjum að mestu á sjávarútvegi. Ferðaþjónustan hefur þó mikið sótt í sig veðrið hin síðustu ár og þá sér í lagi frá opnun Landeyjarhafnar árið 2010. Þá jókst straumur ferðamanna til Eyja umtalsvert, fyrirtækjum í geiranum tók að fjölga og þar með atvinnumöguleikum og stöðugildum í faginu á svæðinu. Ferðamannastraumurinn hefur þó ekki náð þeim hæðum sem straumurinn í heild sinni á Íslandi hefur náð og er ástæðan óstopular samgöngur milli lands og Eyja bróðurpart ársins eða frá um það bil október til apríl ár hvert þegar Landeyjarhöfn er lokuð. Sú staðreynd einangrar Eyjar og gerir ferðaþjónustuaðilum á svæðinu ekki kleift að taka þátt í þeirri markvissu uppbyggingu og markaðsátaki sem er að eiga sér stað. Hér er sér í lagi verið að vísa til „Ísland allt árið“ og þar með minnkun árstíðarskiptingar, aukningu í vetrarferðamennsku og aukinni dreifingu á ferðamönnum um land allt. Þarna liggja mikil tækifæri til framkvæmda og í því að fá ferðamanninn til að „eyða“ meira á Íslandi. Tækifæri sem ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum eiga erfitt með að nýta sér eins og staðan er í dag, sem gerir rekstur þeirra flókinn og erfiðan þar sem áætlanir byggja á mikilli óvissu. Einhver fyrirtæki hafa bolmagn til fjárfestingar þrátt fyrir óvissu en önnur víla sér við fjárfestingum og frekari uppbyggingu í ljósi stöðunnar. Þessu þarf að breyta og tryggja að ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum sitji við sama borð og önnur fyrirtæki. Tækifæri til upplifunar og nýsköpunar í Eyjum eru mörg og allir innviðir til staðar. Með betri samgöngum og aukinni samvinnu fyrirtækja í Eyjum má auka fjölda gistinátta og þar með „eyðslu“ ferðamanna á svæðinu. Þar liggja ómæld tækifæri til hagrænna og samfélagslegra áhrifa.

  • Útdráttur er á ensku

    Clearly Landeyjarhöfn and direct sailings between Vestmannaeyjar and the main land will have a significant effect on the number of local and foreign tourists and with the business community, society and economy in Vestmannaeyjar. Today the economy in Eyjar is mainly based on fishing. The tourism industry however has grown in recent years and in particular from the opening of Landeyjarhöfn in 2010. The number of tourists increased significantly, companies in the sector began to multiply and thereby employment and positions in the industry in the region. The tourist’s industry has not yet reached the same heights as it has in Iceland, the main reason is the changeable transport between the mainland and Vestmannaeyjar from around October to April each year when Landeyjarhöfn is closed. That fact isolates Eyjar and makes it very difficult for tourist companies to participate in the strategic development and marketing effort that is taking place. This is particularly referring to "Iceland all year" and thus reduce the seasonal transitions, the increase in winter tourism and increased distribution of tourists throughout the country. There are great opportunities for implementation and to get the traveler to "spend" more when in Eyjar. Opportunities that tourism companies in Eyjar have difficult to take advantage of as things are today, making their operation complicated and difficult as the plan in based on uncertainty. Some companies have the capacity for investment despite uncertainty but other are hesitating on their investments and further development in view of the situation. This needs to change and ensure that tourism in Eyjar sit at the same table and other companies. The opportunity to experience and innovation in Vestmannaeyjar are many and all the infrastructure in place. With better communications and enhanced cooperation between companies in Vestmannaeyjar can increase the number of overnight stays and a "spending" of tourists in the area. There is a marvelous opportunity for economic and social impact in Vestmannaeyjar.

Samþykkt: 
  • 10.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiddis_Ingvadottir_BS_lokaverk.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna