is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25147

Titill: 
  • Mannleysuárásir Bandaríkjamanna og CIA í Pakistan
  • Titill er á ensku US - CIA, Drone Strikes in Pakistan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestir sem hafa aldur til muna eftir hryðjuverkaárásinni á World Trade Center í New York 11. september árið 2001 og í framhaldinu yfirlýstu stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum. Ein afleiðinga baráttu Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum var stríð háð í leynum í Pakistan, stríð þar sem hefðbundinn hernaður var ekki notaður heldur mannleysur (e. drones) vopnaðar flugskeytum. Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þróunina sem leiddi af sér mannleysuárásir Bandaríkjamanna og CIA í Pakistan, árangur þeirra og áhrif á hryðjuverkamenn og almenna borgara. Rannsóknarspurningin er því: ,,Hver er árangur mannleysuárása Bandaríkjamanna og CIA í Pakistan, hver eru áhrifin á hryðjuverkamenn og almenna borgara og hvert er viðhorfið gagnvart þeim í Bandaríkjunum og Pakistan?”. Niðurstöður ritgerðarinnar eru að með mannleysuárásunum hefur tekist að drepa marga hátt setta meðlimi og leiðtoga hryðjuverkasamtaka í Pakistan. Á móti kemur að stöðug aukning virðist vera í nýliðun hryðjuverkasamtaka þrátt fyrir árásirnar. Þegar ein hryðjuverkasamtök veikjast taka önnur við. Einnig valda mannleysuárásirnar almennum borgurum ómældum skaða, líkamlegum, andlegum og í formi eyðileggingar. Mikill meirihluti Bandaríkjamanna styður við mannleysuárásirnar, þá er hefðbundnari hernaður ekki fýsilegur almenningi þar sem hann kostar mikla peninga og líf Bandarískra hermanna. Áherslan er því einskorðuð við notkun á mannleysum í baráttunni gegn hryðjuverkum, aðrar mannúðlegri leiðir hafa ekki fengið hljómgrunn. Pakistanskir embættismenn virðast tvístígandi í stuðningi sínum, fagna árásunum stundum en fordæma svo. Meirihluti Pakistansks almennings telur árásirnar hins vegar aldrei réttlætanlegar. Stefnubreyting virðist þó ekki eiga sér stað hjá Bandarískum stjórnvöldum, á sama tíma og mannleysuárásum hefur fækkað mikið í Pakistan hefur þeim bara fjölgað gríðarlega annarsstaðar.

  • Útdráttur er á ensku

    Most people who are old enough remember the terror attack on the World Trade Center in New York September 11, 2001 and the following US declaration of war on terror. One of the results of the US war on terror was a covert war waged in Pakistan, not with conventional warfare but with drones armed with missiles. The purpose of this paper is to highlight the development that led to the US-CIA drone attacks in Pakistan, their success and their effects on terrorists and civilians. Therefore the research question is: “What is the success of the US-CIA drone attacks in Pakistan, what are their effects on terrorists and civilians and what is the attitude towards them in the US and Pakistan?” The conclusions of this paper are that the drone attacks have succeeded in killing many senior members and leaders of the terrorist organizations in Pakistan. On the other hand, it seems there is a constant increase of new recruits in the terrorist organizations despite the attacks. When one terrorist organization weakens another takes its place. The drone attacks also cause civilians untold damage, physically, mentally and in the form of destruction. The vast majority of the US population supports the drone attacks, conventional warfare is not attractive to the public because it is very costly in the terms of money and the lives of US soldiers. The focus is therefore limited to the use of drones in the war on terror. Other more humane methods have not got to the platform. Pakistani officials seem to straddle in their support, sometimes celebrating the attacks and sometimes condemning them. However, the majority of the Pakistani public thinks the attacks are never justifiable. Still it seems that policy changes are not occurring within the US government, at the same time that drone attacks have reduced dramatically in Pakistan they have just increased enormously elsewhere.

Samþykkt: 
  • 10.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IngvarLeviGunnarsson_BA_Lokaverk.pdf1,01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna