is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25149

Titill: 
 • Þolmörk náttúru vegna ferðaþjónustu á Suðurlandi
 • Titill er á ensku Natures capacity from tourism in Southern Iceland
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að skoða hver eða hvort áhrif aukins
  ferðamannastraums til landsins á náttúruna gæti hjá Geysir, Gullfoss, Þingvöllum
  og Seljalandsfoss. Einnig verður kannað hvort haldbær áætlun sé fyrir hendi vegna
  þessarar fjölgunar á svæðin og hvort náttúran mikilvægur hluti af skipulagi.
  Verkefnið er ekki byggt á viðtalsrannsókn en tekin verða viðtöl við aðila sem sjá
  um staðina, þekkja vel til og geta þá svarað spurningum sem snúast um náttúru
  staðanna og þróunina sem á sér stað.
  Fyrst er aðeins skoðað hvað ferðaþjónusta er og hvernig hún hefur verið að þróast.
  Það er merkilegt að fylgjast með þessari hröðu þróun sem hefur átt sér stað
  síðustu ár í ferðaþjónustu í heiminum. Það er á mörgum stöðum að hafa miklar
  tekjur af þessu sem og er þetta mikil kynning fyrir land og þjóð viðkomandi
  áfangastaðar. En það er ekki alls ekki allt jákvætt við þessa þróun og gleymist oft
  það mikilvægasta sem við höfum, náttúran, þar sem hún getur ekki sagt sína
  skoðun þá megum við ekki gleyma hversu viðkvæm hún getur verið. Það er
  vinsælast að ferðast um Suðurlandið meðal ferðamanna og því þarf að huga vel að
  náttúrunni á þeim áfangastöðum sem eiga í hættu að eyðileggjast. Það verða því
  skoðaðir vinsælir áfangastaðir á Suðurlandi sem er undir álagi vegna ferðamanna
  og verður einnig athuga hvort einhver áætlun sé fyrir hendi varðandi þennan
  fjölda.
  Helstu niðurstöður eru að þolmörkum er náð á Geysisvæðinu og verður því að
  hefja framkvæmdir sem fyrst þó svo ekki nema að grípa til skammtímalausna þar
  til að framkvæmdir hefjist vegna deiliskipulags. Miklar framkvæmdir hafa verið
  hjá Gullfoss og Þingvöllum þó svo enn sé margt sem þurfi að bæta. Seljalandsfoss
  er svæði sem náttúran hefur verið mikill hluti af skipulagi svæðisins, að breyta
  henni ekki um of svo það sé ekki of manngert. En öll svæðin eru með skipulag sem
  náttúran er hluti af þó svo það mætti leggja frekari áherslu á og athuga hvað sé
  best fyrir náttúruna.

Samþykkt: 
 • 10.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25149


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigrunEggertsdottir_BS_lokaverk.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna