en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2514

Title: 
  • Title is in Icelandic Tengsl mataræðis og sjúkdóma á tímum hnattrænna breytinga
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Lífmenningarlegt sjónarhorn flokkast undir næringarmannfræði og er sérstaklega hentugt þegar rannsaka á mat, næringu og matarvenjur fólks. Sú nálgun tekur mið af ólíkum þáttum og víxlverkunum sem eiga sér stað milli fólks, menningar og umhverfis. Við rannsóknir á þessu sviði er notast við kenningarlega ramma til þess að nálgast viðfangsefnið. Þeir rammar eru á sviði vistfræði, aðlögunar og pólitískrar heilsuhagfræði. Fræðimenn hafa bent á að þörf sé á enn einum rammanum eða svokölluðum lífmenningarlegum samruna. Hann eigi að hafa það markmið að skoða áhrif mismunar og félagslegra breytinga á líffræði mannsins. Í kjölfar hnattrænna breytinga hefur fæðumynstur fólks tekið miklum breytingum. Aðflutningur matvæla skipar þar stórt hlutverk því staðbundin framleiðsla og matarvenjur fólks geta kollvarpast. Vestræn áhrif finnast nú víða en Vesturlandavæðing, Ameríkuvæðing og fæðutengdur aðflutningur hafa valdið miklum breytingum sem bitnar oft á tíðum á heilsufari fólks. Þó slík áhrif megi finna bæði í iðnvæddum og óiðnvæddum samfélögum virðist það bitna sérstaklega á hefðbundnum samfélögum í hinum svokölluðu þróunarlöndum. Heilsufarsleg vandamál sem rekja má til hnattrænna breytinga á mataræði, eru til dæmis offita, sykursýki og krabbamein.

Accepted: 
  • May 8, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2514


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LOKA_fixed-1.pdf457.96 kBOpenHeildartextiPDFView/Open