is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25150

Titill: 
 • Stækkun Laugardalsvallar : er skynsamlegt fyrir Reykjavíkurborg að taka þátt í hugsanlegum breytingum?
 • Titill er á ensku Renovations to Laugardalsvöllur : Should the city of Reykjavik take part?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hvort þörf sé fyrir breytingar eða stækkun á Laugardalsvelli með það fyrir augum að fjölga sætum fyrir áhorfendur. Það liggur ljóst fyrir að nauðsynlegt er að ráðast í að skipta um undirlag undir grasvellinum og koma þar fyrir hitalögnum. Fjármagn til þess er nú þegar tryggt með styrk frá Knattspyrnysambandi Evrópu (UEFA). Hins vegar hefur verið ekki verið tekin nein ákvörðun um hvenær á að ráðast í slíkar framkvæmdir þar sem forysta Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) vill nýta tækifærið á sama tíma til að ráðast í breytingar á áhorfendastúkum og fjarlægja hlaupabrautina sem umlykur grasvöllinn.
  Þessu verkefni er ætlað að skoða hvort efnahagslega og samfélagslega skynsamlegt sé fyrir Reykjavíkurborg sem stærsta eiganda vallarins að taka þátt í fyrirhuguðum breytingum og þá
  með hvaða hætti. Byrjað er á að skoða aðeins sögu Laugardalsvallar og aðsóknartölur að knattspyrnuleikjum A-landsliða Íslands í karla og kvenna flokki frá árinu 1997 skoðaðar, en það ár var tekin í notkun austurstúkan, oft nefnd Sýnarstúkan. Rekstrartekjur og gjöld vallarins eru skoðuð með það að markmiði að greina hversu miklu máli stækkun vallarins myndi skipta fyrir rekstrarhlið hans. Hagsmunaaðilar að stækkun vallarins eru skoðaðir auk þess sem farið er yfir mögulegar fjármögnunarleiðir fyrir hugsanlegar breytingar. Þá eru efnahagsleg áhrif nýs leikvangs skoðuð útfrá reynslu annarra landa.
  Niðurstöður verkefnisins eru þær að þótt það geti verið góður kostur fyrir KSÍ að ráðast í breytingar á Laugardalsvelli í samstarfi við einkaaðila sem hafa reynslu af þess háttar framkvæmdum og rekstri slíkra leikvanga, þá er það ekki vænlegur kostur fyrir Reykjavíkurborg að vera þátttakandi í slíkum framkvæmdum. Skattfé sem notað yrði í slíkar framkvæmdir er mun betur nýtt til annars reksturs og uppbyggingar í borgarkerfinu.

Samþykkt: 
 • 10.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristjanJensRunarsson_BS_lokaverk.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna