is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25151

Titill: 
 • Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Það er ljóst að með tilkomu internetsins og þróun þess hefur einstaklingum verið gert auðveldara fyrir að koma skoðunum sínum á framfæri til annarra, þá sérstaklega með sérstökum samskiptamiðlum. Frelsi fólks til frjálsrar tjáningar er varðveitt í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, oftast kallað tjáningarfrelsi og er eitt af grundvallarmannréttindum okkar. Því fylgja þó takmarkanir, en sem dæmi um þær má nefna að einstaklingi er ekki heimilt að sverta æru annars með skrifum sínum, þar sem æra hvers manns er einnig varðveitt í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
  Samkvæmt almennum hegningarlögum nr. 19/1940 liggur refsing við meiðyrðum og einnig getur ábyrgðaraðili þurft að greiða miskabætur vegna ummæla sinna, allt eftir atvikum, sbr. skaðabótalög nr. 50/1993. Framangreind réttarúrræði eiga við óháð því hvernig birtingarformi meiðyrðanna er háttað og þarf því hver einstaklingur að ábyrgjast orð sín, hvernig sem þau birtast.
  Í þessari ritgerð verður fjallað um það hvort ritstjórn og ábyrgð á ærumeiðandi ummælum tengist á samskiptamiðlum internetsins. Fjallað verður um hina almennu meginreglu í slíkum ágreiningsmálum sem íslenskur dómstóll hefur helgað sér - að höfundur beri ábyrgð á ummælum sínum. Þá verður einnig varpað ljósi á það hversu erfitt getur verið að komast að því hver höfundur hinna meintu ærumeiðandi ummæla er.
  Samskiptamiðlar internetsins og tengsl þeirra við ærumeiðandi ummæli býður upp á margvísleg lögfræðileg álitaefni, sem vert væri að rannsaka ítarlega en eigi er svigrúm til.

Samþykkt: 
 • 10.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SelmaSmáradóttir_Bs_Lokaverk..pdf486.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna