is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25155

Titill: 
 • Af hverju dansar þú salsa? : viðhorf áhuga salsadansara til salsadans á Íslandi
 • Titill er á ensku Why do you dance salsa? : the amateur salsa dancers view on salsa dance in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að kanna viðhorf áhuga salsadansara á Íslandi til salsadans. Markmiðið var að skoða af hverju fólk dansar salsa og hvaða ávinning það hefur af því að dansa salsa. Fræðilegur hluti viðfangsefnisins fjallaði meðal annars um dans, hlutverk dansins, rannsóknir á salsadansi og öðrum félagslegum dönsum, auk þess sem rætt var um persónulegan ávinning sem áhuga salsadansarar hljóta af því að dansa salsa.
  Í þessari rannsókn var eigindlegum rannsóknaraðferðum beitt og notast var við tvo rýnihópa með 12 þátttakendum. Rannsóknin fór fram dagana 9. og 12. september 2015 og voru allir viðmælendur virkir þátttakendur í salsasamfélaginu á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að salsadans veiti dönsurunum mikinn persónulegan ávinning og mikla gleði. Félagslegur ávinningur skiptir dansarana mjög miklu máli og félagskapurinn getur verið jafn mikilvægur og sjálfur dansinn. Líkamlegur og andlegur ávinningur skiptir dansarana einnig miklu máli, þar sem dansinn hefur jákvæð áhrif á huglægt ástand dansaranna, veitir þeim mikla gleði og er auk þess líkamsrækt. Niðurstöðurnar benda til að dansinn hafi jákvæð áhrif á sjálfstraust dansaranna og mótandi áhrif á sjálfsímynd þeirra. Dansararnir upplifa dansinn einnig sem leið til að fá útrás fyrir sköpunarkraftinn og hann veitir þeim auk þess tækifæri til að tjá sig á annan hátt með líkamanum en á öðrum sviðum lífsins. Niðurstöðurnar veita nýstárlega sýn á salsasamfélagið á Íslandi og vonandi verður þessi rannsókn kveikjan að fleiri rannsóknum á félagslegum dönsum á Íslandi.
  Lykilorð: Dans, salsadans, persónulegur ávinningur, sköpun, tjáning, gleði, sjálfsímynd, sjálfstraust, félagsskapur, dansmenning, líkamleg menning, habitus.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to examine the viewpoint of amateur salsa dancers to salsa dance in Iceland. The focus of the research was to explore why people dance salsa and what people benefit from dancing salsa. The theoretical background of the study covers among other things dance, the role of the dance, studies on salsa dance and other social dances, as well as discussing the personal benefits that amateur salsa dancers gain from dancing salsa.
  This research was conducted in Iceland and was based on qualitative research methods with two focus groups consisting of 12 participants combined. The research took place on the 9th and 12th of September 2015 and all the interviewees were active participants in the salsa society in Iceland. The results indicate that the salsa dance gives great personal benefits to the dancer and provides the dancer with great joy. Social benefits are very important to the dancers and the fellowship can even be as important as the dance itself. The mental and physical benefit is also very important to the dancers as the dance has a positive effect on their mental state, gives them great pleasure and is in addition physical exercise. The results suggest that the dance has a positive effect on the confidence of the dancers and a formative affect on their self-image. The dancers as well experience the dance as an outlet for their creativity and the dance also gives an opportunity to express themselves differently with the body than in other areas of their life. The results give an innovative view of the salsa community in Iceland and hopefully this study will trigger more research on social dances in Iceland.
  Keywords: Dance, salsa dance, personal benefit, creativity, expression, joy, self-image, confidence, fellowship, dance culture, physical culture, habitus.

Samþykkt: 
 • 10.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Hugrún_Ósk_Guðjónsdóttir.pdf958.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna