is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25156

Titill: 
  • Réttarstaða flóttamanna með áherslu á stöðu barna : hver eru réttindi barna á flótta að íslenskum rétti og samkvæmt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist?
  • Titill er á ensku The legal status of refugees, focusing on the status of children
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðar þessarar er að skoða réttarvernd flóttamanna með áherslu á stöðu barna á flótta. Ísland hefur undanfarna áratugi gerst aðili að hinum ýmsu þjóðréttarsamningum er málaflokkinn varða. Með lögfestingu mannréttindasamninga hefur réttarvernd aukist, en þó er enn þörf á umbótum. Sem dæmi er skortur á úrræðum varðandi vistun flóttamanna og þá ekki síst varðandi vistun barna þar sem of algengt er að þau séu vistuð með fullorðnum, en slíkt getur talist brot á greinum Mannréttindasáttmála Evrópu. Mörg mál fá ekki efnismeðferð hérlendis, og málsmeðferð getur tekið mjög langan tíma, hvort sem málum er vísað frá á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða þau tekin til efnismeðferðar. Þrátt fyrir aðgerðaáætlanir stjórnvalda eru enn of margir óvissuþættir varðandi móttöku hælisleitenda.
    Börn eru viðkvæmur hópur sem ber að vernda eins og hægt er. Þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum barna skal ávallt hafa það að leiðarljósi sem er barni fyrir bestu. Verði nýtt frumvarp til útlendingalaga samþykkt mun réttarvernd barna aukast þar sem ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem snúa að börnum í leit að alþjóðlegri vernd. Frumvarpinu er ætlað að bæta rétt umsækjenda um alþjóðlega vernd, enda nokkuð ábótavant hvernig íslenska ríkið hefur hagað málum sínum í þessum málaflokki.

Samþykkt: 
  • 10.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheiður_Asta_Birgisdottir_ML_ritgerð.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.