is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25159

Titill: 
  • Að uppfylltum hvaða skilyrðum telst fullnaðarkvittun hafa verið gefin út?
  • Titill er á ensku What conditions need to be fulfilled for a receipt to be issued?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar varðar þau skilyrði sem uppfylla þarf til að fullnaðarkvittun teljist hafa verið gefin út. Útskýrð eru hugtök og sú meginregla kröfuréttar að kröfuhafi, sem fengið hefur minna greitt en hann átti rétt til í lögskiptum aðila, á kröfu á hendur skuldara um það sem vangreitt er. Þá er einnig vikið að undantekningunni frá meginreglunni, meðal annars að fullnaðarkvittun kröfuhafa gæti að vissum skilyrðum uppfylltum valdið því að hann glati frekari kröfu. Þegar Hdr. 15. október 2012 nr. 600/2011 féll, var úr því skorið hvaða þýðingu fullnaðarkvittun hafði fyrir skuldara. Hæstiréttur taldi í þeim dómi að greiðslutilkynningar kröfuhafa og fyrirvaralaus móttaka hans á greiðslum skuldara jafngilti fullnaðarkvittun. Þegar litið var til þess í dómnum hvaða skilyrði þyrftu að vera til staðar svo fullnaðarkvittun yrði gefin út var litið til hluta eins og góð trú skuldara, hve langur tími var liðin af samningssambandi aðila, þá var litið til málsatvika sem rekja mátti til rangrar túlkunar lagaákvæða svo eitthvað sé nefnt. Ritgerðin byggir á lögfræðilegri aðferðarfræði, en í henni felst að rannsaka og greina dóma og hvernig dómstólar beita og túlka réttarheimildir. Samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar þegar hann metur hvort skilyrði séu til staðar svo að fullnaðarkvittun teljist útgefin, lítur hann í fyrsta lagi til þess hvort um sé að ræða góða trú skuldara, hvort aðstöðumunur kröfuhafa og lántakanda sé til staðar ásamt því að það standi kröfuhafa nær en skuldara að bera þann vaxtamun sem myndast. Litið er til þess hvort um sé að ræða rangan lagaskilning, festu á framkvæmd lánasamnings og vaxtamunur þarf að vera umtalsverður og skuldari þarf að fá staðfestingu á því að kröfuhafi geti ekki krafist frekari greiðslu. Fullnaðarkvittunin þarf að fela í sér staðfestingu á því að krafa verði að fullu efnd eða í henni felist eftirgjöf skuldar. Þá þurfa greiðslutilkynningar kröfuhafa og fyrirvaralaus móttaka hans á greiðslum að vera uppfyllt.

Samþykkt: 
  • 10.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð lokaskil.pdf412.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna