is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25162

Titill: 
  • „Haldið ykkur á tánum!“ : áhrif hagræðinga á stjórnendur og starfsmenn
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknin „Haldið ykkur á tánum!“Áhrif hagræðinga á stjórnendur og starfsmenn er byggð á eigindlegri aðferðafræði þar sem stuðst er við fyrirbærafræðilega nálgun (e. phenomenology). Slík nálgun snýst um að rannsaka reynslu fólks með opnum huga og koma auga á þætti sem lýsa því fyrirbæri sem verið er að rannsaka. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning á því hvaða þætti stjórnandi getur haft áhrif á í hagræðingum. Níu djúpviðtöl voru tekin, fimm við starfsmenn fjármálafyrirtækja og fjögur við starfsmenn ljósvakamiðla. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til að skilningurinn virðist vera lykillinn að betri líðan starfsmanna. Ef starfsfólk skilur ekki tilgang breytinganna hefur það neikvæð áhrif á líðan starfsmanna og eykur starfsóöryggi. Skilningur á tilgangi breytinganna og til hvers er ætlast af einstaklingnum ýtir undir góðan starfsanda, mikla samvinnu og kemur í veg fyrir að starfsfólk sé tiplandi á tánum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa sterkar vísbendingar um þörf á aukinni upplýsingamiðlun og aðgerðum vegna aukins vinnuálags sérstaklega hjá starfsmönnum ljósvakamiðla.

Samþykkt: 
  • 10.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristínErlaPétursdóttir_MS_Lokaverkefni.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna