is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25165

Titill: 
  • Samfélagslega ábyrgð olíufyrirtækja á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða samfélagslega ábyrgð þriggja stærstu olíufyrirtækja á Íslandi. Hvort þau þekki til hugtaksins, hvort þau séu að vinna að verkefnum er falla undir samfélagslega ábyrgð, hver hafi verið hvatinn að mótun samfélagslegrar ábyrgðar innan þeirra, hvaða viðmið og stöðlum þau fylgja, hver sé staðan í dag og hver framtíðarsýn þeirra er. Til að varpa ljósi á hvað ofangreind fyrirtæki eru að gera sem telst til samfélagslegrar ábyrgðar eru settar fram rannsóknarspurningarnar: Eru olíufélögin á Íslandi samfélagslega ábyrg? hvaða stefnu hafa þau sett sér og þá eftir hvað stöðlum vinna þau? Jafnframt er rannsakað, hver sé helsti hvati þess að farið var að vinna að samfélagslegri ábyrgð? Með rannsókninni er ætlunin að auka fjölbreytni á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á samfélagslegri ábyrgð í von um að hún veki athygli á mikilvægi þátttöku íslenskra fyrirtækja í öllum starfsgreinum. Ennfremur að skoða þurfi jafnvel hverja atvinnugrein fyrir sig þar sem áherslur og starfsemi fyrirtækja er ólík. Einnig er tilgangurinn að vekja athygli á að fyrirtæki geti tileinkað sér þessa hugmyndafræði og skipti ekki máli hvers eðlis starfssemin sé. Þá er átt við að jafn áberandi fyrirtæki á íslenskum markaði og olíufyrirtæki eru, geti tekið þátt í að efla samfélagslega ábyrgð og draga úr þeim áhrifum sem rekstur þeirra mögulega hefur, bæði á umhverfið og um leið á samfélagið. Til að komast að niðurstöðu var tekið viðtal við einn starfsmann frá hverju fyrirtæki, Orkustofnun og Festu – miðstöð um samfélagslega ábyrgð og niðurstöður túlkaðar út frá helstu kenningum um samfélagslega ábyrgð.
    Lykilorð: Samfélagsleg ábyrgð, SÁF, eldsneyti, olíufélög, umhverfivernd, verðsamanburður, viðskiptasiðferði

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this study is to examine the social responsibility of the three largest oil companies in Iceland. Whether they are familiar with the term, if they are working on projects that fall under the concept of corporate social responsibility, what was the motivation to begin the formulation of social responsibility, which criteria and standards do they use for guidance, what have they achieved today and their future vision. To shed light on what the oil companies are doing considering social responsibility the research questions are: are the oil companies in Iceland socially responsible? Which strategy goals have they set, and by what standards do they work? And to investigate what is the main motivation for the company to engage in the process of social responsibility. The study is intended to increase the diversity of studies that have been made regarding social responsibility in the hope that it raises awareness of the importance of the participation of Icelandic companies in all sectors. In addition to acknowledge that each business sector needs to be studied separately because priorities and activities of companies are different. This study also aimed at drawing attention to the fact that any company can engage in the philosophy of social responsibility, no matter what the nature of the company’s daily activities are. This refers to the equally prominent oil companies on the Icelandic market, who can participate in promoting social responsibility and reducing the impact their operations may have both on the environment and the society. To reach a conclusion one employee from each company, The National Energy Authority and Festa - the center of social responsibility, was interviewed and the results interpreted with main theories of social responsibility in view.
    Key words: Corporate Social Responsibility, CSR, fuel, Oil Company, Environment, Price Comparison, Business Ethics.

Samþykkt: 
  • 10.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25165


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Melkorka-Sigurdardottir_Lokaritgerd.pdf1,41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.