is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2517

Titill: 
  • Viðskiptavild
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðskiptavild er fyrirbæri sem hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu og þá helst í ljósi þess að hún virðist hafa orðið sífellt fyrirferða meiri í reikningum fyrirtækja á síðustu árum. Í reikningshaldslegum skilningi er viðskiptavild afgangs stærð þegar búið er að deila kaupverði út á aðrar eignir að frádregnum skuldum við sameiningar fyrirtækja. Í ritgerð þessari er farið yfir hvaða reglur gilda um viðskiptavild samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og þær bornar saman við bandaríska reikningsskilastaðla og íslensk ársreikningalög. Síðan er fjallað um gagnrýni sem fram hefur komið á það hvernig fyrirtækin eru að beita stöðlunum hvað varðar viðskiptavild og í því sambandi skoðaðar erlendar rannsóknir sem sýna m.a. hlutfall viðskiptavildar af kaupverði við kaup á dótturfélögum. Einnig er skoðuð gagnrýni á staðlana sjálfa. Að lokum er svo gerð athugun á því hvernig íslensk fyrirtæki fara með viðskiptavild í sínum reikningum og niðurstöðurnar bornar saman við erlendu rannsóknirnar. Skoðaðir eru sérstaklega ársreikningar fimm íslenskra fyrirtækja á markaði fyrir tímabilið 2003 til 2008.
    Helstu heimildir sem stuðst er við eru alþjóðlegir reikningsskilastaðlar, lög um ársreikninga, ársreikningar íslensku fyrirtækjanna sem fjallað er um og rannsóknir sem gerðar eru af fyrirtækinu Intangible Business, sem sérhæfir sig í óefnislegum eignum. Auk þess er stuðst við ýmsar greinar og fyrirlestra sem fjalla um viðskiptavild með einum eða öðrum hætti.
    Helstu niðurstöður sem fást úr þessari athugun eru að vísbending er um að fyrirtæki séu almennt að ofnota viðskiptavild á kostnað annarra óefnislegra eigna, jafnvel í enn frekara mæli hér á landi en annars staðar. Einnig er líklegt að í einhverjum tilvikum sé um ofborganir að ræða. Skýringum í ársreikningum sem snúa að viðskiptavild virðist oftar en ekki vera ábótavant, sérstaklega hvað varðar að skýra í hverju hin keypta viðskiptavild er fólgin. Athygli vekur að fyrirtæki hafa hingað til lítið verið að færa virðisrýrnun á viðskiptavildina og því verður fróðlegt að sjá hvort breyting verður á því á næstu misserum. Einnig er ljóst að þörf er á að endurskoða gildandi reglur varðandi viðskiptavild til að koma betri böndum á meðferð hennar. Eins og er virðist vera að fyrirtækin geti haft ansi frjálsar hendur, bæði hvað varðar kaupverðsútdeilingu og virðisrýrnun.

Samþykkt: 
  • 8.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skiptavild_fixed.pdf319.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna