Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25170
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í íslensku sem öðru máli. Verkefnið er þýðing á leikritinu Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur af íslensku yfir á tékknesku. Ritgerðin skiptist í tvo meginhluta. Fyrri hlutinn er greinargerð fyrir þýðingunni, sá síðari er þýðingin sjálf.
Fyrri hlutinn skiptist í fjóra kafla. Fyrsti kaflinn segir stuttlega frá rithöfundinum Kristínu Eiríksdóttur og verkum hennar. Einkum er þó sagt frá Hystory. Í öðrum kafla er rætt um nokkur meginhugtök í þýðingarfræði. Rætt er um hvað það að þýða merkir og þýðing er skilgreind í ljósi kenninga Roman Jakobsons og J. C. Catfords. Þá er fjallað um þýðingaferlið. Aðalhugtökin markhópur og jafngildi eru skilgreind samkvæmt þýðingarfræði Eugene Nida. Þar sem Hystory er leikrit er einnig sagt frá leikritaþýðingum og hugmyndum Jiří Levý um það hvernig eigi að þýða þau. Þriðji kafli er greinargerð fyrir þýðingunni. Í fyrri hluta kaflans er gerð grein fyrir mállegum atriðum, sérstaklega þeim sem varðar þann málfræðilega mun sem er á íslensku og tékknesku. Mismunandi beygingarform nafnorða og sagnorða eru borin saman; jafnframt er rætt um orðaröð og tema-rema skiptingu. Í seinni hluta kaflans eru í brennidepli atriði sem varða stíl og menningarheima frum- og markhópsins. Skoðaður er munur milli opinberrar og almennrar tékknesku og til umfjöllunar eru einnig sambönd orða, slangur, slettur og viðkvæm orð. Gerð er grein fyrir þeirri ákvörðun að gera nokkur menningarbundin atriði hlutlaus í þýðingunni. Í fjórða kafla eru niðurstöður dregnar saman í lokaorðum. Seinni hluti ritgerðarinnar er tékknesk þýðing á leikritinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vit Opravil BA verkefni.pdf | 779.29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |