is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25175

Titill: 
  • Miðlægur orkustýribúnaður með gagnaflutningi um raflagnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á heimilum getur átt sér stað mikil óþarfa orkunotkun vegna raftækja sem eru skilin eftir í gangi. Markmið þessa verkefnis er að hanna kerfi sem gerir notenda kleift að stjórna raforkunotkun með því að nýta samskipti um raflagnir. Fyrsta skref verkefnisins var hönnun ljósastýringar sem nýtir raflagnasamskipti til að senda skilaboð frá höfuðrofa um að slökkva á öllum ljósum í íbúðinni.
    Í byrjun var farið í upplýsingaöflun um raflagnasamskiptin og hentuga íhluti. Næsta skref snéri að hönnun búnaðarins sem snéri að örtölvuforritun og uppsetningu rafeindbúnaðar. Notaðar voru PIC örtölvur til að stýra virkninni og SimMAC raflagnasamskiptabúnaður var notaður til að koma upp samskiptaleið. Þegar virkni örtölvunnar hafði verið mótuð var búnaðurinn tengdur og prófanir hófust. Hitanema og birtuskynjara voru bætt við kerfið og komið var upp búnaði sem stýrði snertirofa til að kveikja og slökkva ljósin.
    Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að það tókst að hanna ljósastýringu sem tók einnig við skipunum frá höfuðrofa um að slökkva skyldi ljósin. Samskiptaleið um raflagnir var tengd og virkaði með þeim takmörkunum að ekki var hægt að stjórna lengd sendinga sem voru allar 20 bæti. Prófað var að senda eina skipun frá höfuðrofa á tvær ljósastýringar samtímis um að slökkva ljósin og slökknuðu þau á báðum rofunum.
    Í verkefninu náðist að hanna búnaðinn sem til stóð með fullnægjandi hætti. Búnaðurinn bíður upp á mikla möguleika á viðbótum vegna þess að með honum er sett upp samskiptaleið um húsnæði án þess að þurfa að leggja nýja kapla.

Samþykkt: 
  • 13.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni BSc Orkustýring Jontg.pdf3.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna