is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25177

Titill: 
 • ,,Það þarf að sjá og vita, það er ekki bara nóg að segja" : upplifun foreldra af byrjun grunnskólagöngu barna sinna með röskun á einhverfurófi sem notuðu TEACCH í leikskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Börn með röskun á einhverfurófi stunda nám í leikskólum og almennum grunnskólum. Skólarnir þurfa að koma til móts við þessi börn og huga vel að þeim mikilvæga áfanga þegar þau flytjast úr leikskóla yfir í grunnskóla. TEACCH er ein af heildstæðum aðferðum sem eru notaðar hér á landi með börnum með röskun á einhverfurófi í leikskólum. Í þessu verkefni var skoðað hvernig TEACCH var notað með börnum á leikskólanum og heima. Einnig hvort börnin fengju tækifæri til þess að nota þann grunn, sem hafði myndast með notkun á TEACCH í leikskólanum, áfram í grunnskólanum og hvort börnin hefðu notað hann áfram heima og í skólanum og litið til framtíðar í því samhengi.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að almennt er staðið vel að kennslu barna með röskun á einhverfurófi í leikskóla með kennsluháttum sem byggja á TEACCH. Yfirfærsla barnanna yfir í grunnskóla er þáttur sem þarf að undirbúa og standa vel að og má gera betur í þeim efnum. Aðferðir líkt og TEACCH sem börn nota í leikskóla þarf að hafa í huga við yfirfærsluna og fylgja þeim eftir til þess að þær nýtist barninu í þessu ferli. Einnig þarf að meta hvort og hvernig TEACCH nýtist börnunum á næsta skólastigi og bregðast við því. Í niðurstöðum kemur einnig fram að hlutverk foreldra í lífi barna sinna með röskun á einhverfurófi er mikilvægt og þarf að styðja betur við foreldra þegar þeir velja kennsluaðferð fyrir barn sitt í leikskólanum, auka fræðslu og aðstoð við þá heima til að aðferðin nýtist barninu sem best.

 • Útdráttur er á ensku

  Children with autism spectrum disorders attend pre-schools and mainstream primary schools. Schools have to reach out to those children and pay special attention to the important milestone that is the transfer from pre-school to primary school. TEACCH is one of the comprehensive programmes being used in this country for children with autism spectrum disorders in pre-schools. This study looks into how TEACCH is used for teaching children in pre-schools and at home. Also whether the children are able to continue to build on the TEACCH programme foundation they are given in pre-school as they go into primary school, and if they have continued to use it at home and at school and are likely to do so in the future.
  The main findings of the research were that implementation of the TEACCH programme in pre-schools is generally successful. Children’s transfer to primary school is an element that needs preparation and careful attention and there is scope for improvement in this area. Programmes, such as TEACCH, which are used for children in pre-schools, need to be taken into account for this transfer, and follow-up is needed so that they will benefit the child during this process. It is necessary to assess whether and how TEACCH benefits children at the next school level, and to respond to this. The findings also show that parents play an important role in the lives of their children with autism spectrum disorders, and parents need more guidance for selecting a teaching programme for their child in pre-school, and more education and assistance at home so that the programme has maximum benefits for the child.

Samþykkt: 
 • 13.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð 30 05 2016 Solveig.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna