is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25183

Titill: 
 • Börn með geðhvörf í skóla : þekking á úrræðum fyrir ungmenni með geðhvörf : eigindleg athugun á tveimur skólastigum á Akureyri
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga og þekkingar um úrræði fyrir börn með geðhvörf á tveimur skólastigum á Akureyri.
  Rannsóknin var eigindleg. Tekin voru einstaklingsviðtöl við sex einstaklinga á grunn– og framhaldsskólastigi; tvo umsjónarkennara, tvo námsráðgjafa og tvo sálfræðinga.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fyrir utan sálfræðinga er þekking á geðhvörfum innan skólanna ekki mikil, sérstaklega ekki í grunnskólanum. Kennarar þekktu þó vel hvert þeir ættu að leita ef grunur um geðhvörf hjá barni vaknaði og námsráðgjafar og sálfræðingar vissu nokkuð vel hvert ferlið til hjálpar barninu væri.
  Viðmælendur voru sammála um að þeir myndu afla sér frekari upplýsinga um geðhvörf, eins og aðrar raskanir sem börn geta fengið, ef þeir fengju slíkan einstakling til sín. Innan grunnskólans fara öll mál barna í nemendaverndarráð sem hittist vikulega og í framhaldsskólanum er svipað ráð sem fer yfir mál nemenda.
  Allir viðmælendur voru sammála um að biðin eftir sálfræðiþjónustu, hvort sem var á fjölskyldudeild eða Sjúkrahúsi Akureyrar, væri allt of löng og allt of fáir sálfræðingar væru starfandi á hvorum stað fyrir sig. Eins minntust þeir á skort á barnageðlæknum við sjúkrahúsið, þó hið nýstofnaða BUG teymi væri til mikilla bóta.
  Munur var á viðhorfum viðmælenda til rannsóknarinnar eftir því á hvoru skólastiginu þeir voru. Flestir viðmælendur grunnskólans töldu sig ekki hafa mikið fram að færa þar sem börn væru svo sjaldan greind með geðhvörf á Íslandi en í framhaldsskólanum var annað viðhorf og einstaklingar með geðhvörf þekktari stærð.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research was to accumulate information and knowledge about the resources available for children with bipolar disorder on two school levels in Akureyri.
  The research was qualitative. Personal interviews were conducted with six individuals in elementary and junior college; two supervisory teachers, two school counsellors and two psychologists.
  The main results of the research show that among the staff of the schools, apart from the psychologists, there is not very much knowledge about bipolar disorder, especially in the elementary schools. Teachers were well aware of whom to contact if they suspected that a child had bipolar disorder and school counsellors and psychologists knew rather well what course of action should be taken to help the child.
  The interviewees said that they would obtain further information about bipolar disorder, and other disorders children can have, if such an individual was in their care. Within the elementary school matters concerning the children are discussed within the student protection council which meets once a week and within the junior college there is a similar council which handles student matters.
  All my interviewees agreed on the fact that the wait for psychological assistance, whether it was at the department of family services or at Akureyri Hospital, was too long and that there were too few psychologists working at each place. They also talked about the shortage of children´s psychiatrists at the hospital though the newly founded BUG team was a great improvement.
  There was a difference in the attitude of the interviewees towards the research depending on which school level they worked on. Most of the interviewees working on the elementary school level did not think that they had much to say because very few children on the elementary school level in Iceland are diagnosed having bipolar disorder, but among the interviewees on the junior college level the attitude was quite different and students with bipolar disorder a recognized entity.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 25.6.2016.
Samþykkt: 
 • 13.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
born_med_gedhvorf_i_skola_unnurak.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna