is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25188

Titill: 
 • Að kenna einhverfum börnum í almennum grunnskólum : „það þarf eitthvað verulega að breytast til þess að hugmyndafræðin gangi upp“
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skóli án aðgreiningar byggist á hugmyndafræði um jöfnuð allra barna til náms; þeim séu sköpuð jafngild tækifæri í skólum til þátttöku í námi og starfi. Viðhorf kennara til skóla án aðgreiningar skiptir miklu um hvernig til tekst við sjálfa framkvæmdina. Sveitarfélögum er skylt að veita sérfræðiþjónustu í skólum til að koma á móts við þau börn sem þarfnast sértækra úrræða og gera þeim þar með mögulegt að sækja sína heimaskóla.
  Ritgerðin segir frá eigindlegri rannsókn þar sem skoðuð var upplifun og viðhorf kennara í grunnskólum án aðgreiningar af því að kenna einhverfum börnum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða kennslureynslu kennara af því að kenna einhverfum börnum og áhrifum meðröskunum einhverfu á starf þeirra. Einnig var skoðuð reynsla kennara af sérfræðiþjónustu skóla og viðhorf þeirra til hugmyndafræði skóla án aðgreiningar.
  Tekin voru hálfstöðluð viðtöl í rýnihópum við tuttugu grunnskólakennara af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og var dreifing milli landshluta nokkuð jöfn. Flestir kennaranna höfðu tíu ára starfsreynslu eða meira. Tveir kennaranna voru jafnframt foreldrar einhverfra barna. Einn kennaranna var einnig í námi, einn lauk námi frá Háskólanum á Akureyri og aðrir frá Háskóla Íslands. Almennt telja kennararnir sig ekki menntaða til að vinna með einhverfum börnum, að þann þátt vanti í grunnnám þeirra. Því leggja þeir traust á þá sérfræðinga sem starfa á sérdeildum og námsverum, en annars leituðu kennarar til sérfræðiþjónustu sveitafélagsins. Einnig segja kennarar að umhverfið styður ekki við hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og því sé þungt að mæta þörfum einhverfra barna í almennum grunnskólum.

 • Útdráttur er á ensku

  The concept of inclusive education addresses the ideology that all children should enjoy equality of educational opportunity. All children should have equal opportunity to study at their local school. Attitude towards the ideology weighs greatly on how it is executed.
  This thesis describes a qualitative research viewing the experience and attitudes of elementary school teachers, with experience of teaching autistic children. The aim of this research was to get an insight of teachers´ instructional experience with autistic children and the effect comorbidity has on autistic children and the teachers´ work. The teachers´ experience with the special needs system and their attitude towards inclusive education was viewed as well.
  Semi-structured interviews were conducted with focus groups of twenty elementary school teachers from the Reykjavik Capital Area and rural areas, with fairly even distribution between different parts of the country. In addition to being teachers, two of the participants were parents of autistic children. One of the teachers was in university getting his teachers degree, one graduated from the University of Akureyri and the others from the University of Iceland.
  Generaly the teachers´ opinions were that they are not fully educated to teach autistic children. Therefor they rely on specialists within the special needs settings of their schools. Otherwise they seek advice from the county´s special needs services.

Samþykkt: 
 • 13.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kenna_einhverfum_Thorhildur_Yr_Johannesdottir.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna