is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25190

Titill: 
 • Markvisst starf í leikskóla með 1-3 ára börnum sem felur í sér snemmtæka íhlutun : „…en þetta á ekki að vera extra því allir græða á því“
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvernig útfæra mætti almennt leikskólastarf fyrir börn á aldrinum eins til þriggja ára sem í eðli sínu væri snemmtæk íhlutun. Markmiðið með slíku starfi væri að minnka líkur á utanaðkomandi inngripi frá sérfræðingum þegar liði á leikskólagönguna.
  Í fræðilegum hluta er farið yfir hugtökin skóli án aðgreiningar, snemmtæk íhlutun og yngstu börn leikskólans.
  Rannsóknin var eigindleg viðtalsaðferð þar sem tekin voru viðtöl við átta reynda leikskólakennara. Helstu niðurstöðum hennar má skipta í þrjú megin þemu, þau eru: kennarinn, starfsaðferðir og umhverfi og skipulag. Leikskólakennarar þurfa að búa yfir ákveðnum eiginleikum sem flokka má í líkamlega-, andlega- og faglega þætti. Þeir þurfa á starfsþróun og starfsgleði að halda, stuðningi, frá samstarfsfélögum, faglegri þekkingu og utanaðkomandi ráðgjöf.
  Þegar kemur að almennum starfsaðferðum, skipta kennarinn, viðhorf hans og nærvera máli. Leikurinn þarf að vera aðal námsleiðin í öllu starfi, verkefni þurfa að vera getusvarandi, fylgjast þarf með áhuga og gera starfið sýnilegt með uppeldisfræðilegri skráningu og er foreldrastarf mikilvægt. Þegar unnið er með félagsþroska skiptir kennarinn sjálfur máli, hann þarf að vera til staðar, leiðbeina og kenna börnunum að lesa í leikinn. Lestur bóka og umræður þegar rólegt er og að vinna með börnum í litlum hópum þar sem þau hefðu fyrirmyndir í leik. Að lokum kom fram að það skipti máli að kennarinn væri meðvitaður um hvenær þörf væri á því að grípa inn í leikinn.
  Mikilvægi í námsumhverfi fyrir fjölbreyttan barnahóp er þrenns konar, umhverfi og rými, dagskipulagið og sá efniviður er finna má á leikskóladeild. Rýmið þarf að vera miðað að þörfum barnahópsins og hvetja til sjálfshjálpar, dagskipulagið þarf að vera sveigjanlegt með föstum vörðum yfir daginn og efniviðurinn veita áskorun, vera aðlaðandi og fjölbreyttur.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to explore methods in general pre-school education for children aged one to three that in essence might be called early intervention. The purpose of such an approach would be to minimize the need for outside specialist intervention at the later stages of pre-school education. The theoretical part discusses the concepts of inclusive education, early intervention, and the youngest pre-school children. The main findings of the study can be divided into three main themes, the teacher, work methods and tools, and environment and scheduling. Preschool teachers need to possess certain physical, mental, and professional qualities. They need professional development and job satisfaction, supportive co-workers, professional know-how and external consultation. When it comes to the general teaching methods, the teacher, his attitude and presence, makes a difference. Learning through play should be the main learning method, tasks should be tailored to ability, the child’s engagement and interest should be monitored, the work should be made visible using pedagogical documentation, and working with the parents is important. When developing social skills in children, the teacher himself has an important role: he needs to be available, instruct the children and teach them to reflect on
  their play. Read for the children during quiet periods and work with them in small groups through directed play. Lastly, the findings address the importance of the teacher knowing when to intervene in children’s play. The most important elements in a learning environment for a diverse group of children can be grouped into three main categories: physical environment and space, the daily schedule, and materials and resources in the classroom. The space needs to be tailored to the particular needs of the group of children and to encourage self-sufficiency; the daily schedule needs to be flexible, with some fixed milestones throughout the day; and the learning materials need to be challenging, attractive and varied.

Samþykkt: 
 • 13.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKMAI2016 - SigrunOsk.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna