is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25192

Titill: 
  • Með tæknina í lófanum : hafa spjaldtölvur áhrif á frammistöðu nemenda í námi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hvort innleiðing spjaldtölva hafi áhrif á frammistöðu hjá nemendum og hvaða viðhorf kennarar og skólar hafa á notkun spjaldtölva. Á síðustu árum hefur það aukist að skólar hafi tekið spjaldtölvur í notkun og nota aðferðina 1:1 en það er kennsluaðferð þar sem einn nemandi hefur eina spjaldtölvu. Undanfarin ár hefur tæknin og þróunin á sviði upplýsinga- og samskiptatækni verið á þann veg að ekki er lengur hægt að sporna við henni og krafan um þráðlaust net og sítengingu er orðin að veruleika í flestum grunnskólum landsins. Upplýsinga- og samskiptatækni er orðin krafa, ekki aðeins í samfélaginu, heldur leggur aðalnámskrá grunnskóla áherslu á að efla tækni og miðlalæsi. Höfundur vildi skoða niðurstöður megindlegra rannsókna um það hvort frammistaða í námi aukist við að nota spjaldtölvur með 1:1 kennsluaðferðinni. Skoðun fræðanna leiddi í ljós að rannsóknir eru af skornum skammti. Höfundur fór þá leiðina að skoða fræðin og rannsóknir á spjaldtölvunotkun með 1:1 kennsluaðferðinni, megindlegar og eigindlegar aðferðir. Höfundur ákvað í ljósi fræðanna að skoða hvað rannsóknir leiddu í ljós með tilliti til þess hvaða áhrif innleiðing spjaldtölva hefði á nemendur, kennara og skólastofnanir. Höfundur leggur til að gerð verði megindleg rannsókn þar sem rannsakað yrði hvort innleiðing spjaldtölva með aðferðinni 1:1 sé til þess fallin að bæta nám og námsárangur nemenda. Rannsóknarsnið yrði lýsandi rannsókn (e. non-expiremental) með samanburði (e. descriptive comparative design). Samanburðurinn yrði tvenns konar:
    A. Þversnið (e. cross sectional) með samanburði og
    B. ferilrannsóknsnið með samanburði.
    Mælitækið í rannsókninni, sem hér er lagt til að gerð verði, yrðu samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði í 7. bekk og 10. bekk. Niðurstöður samræmdra könnunarprófa frá því árið 2014 yrðu bornar saman við prófin árið 2016 milli skóla og milli árganga. Spurningalisti í Skólapúlsinum yrði lagður fyrir kennara og nemendur. Rannsóknin kynni að veita upplýsingar um það hvernig tæknin nýtist nemendum í námi og hvort hún bæti frammistöðu þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper considers whether the use of tablet devices affects student performance in the classroom and the general attitude of teachers and schools towards the adoption and integration of such devices. Schools have, in recent years, embraced this new technology by using one-to-one teaching method where each student is assigned a tablet. The rapid technological changes and development in information technology has become an undeniable game-changer in education and schools can no longer resist its effect and influence. There is no longer such a thing as a school without wi-fi.
    The use of information technology has become a central theme, not just in general but its importance is clearly stated in the Icelandic national curriculum guide for compulsory schools, with a special emphasis on computer and media literacy. The author wanted to explore whether the use of tablets enhanced student performance by using the one-on-one method. The lack of literature in the field revealed a lack of research. The author chose to conduct both qualitative and quantitative research in reviewing the existing literature and research on tablet use with the one-on-one method. The author explored what the existing research stated about the effect of tablets on students, teachers and schools. The author suggests a quantitative research of whether the integration of tablets, by using the one-on-one method, could enhance student performance and provide a personal positive learning experience. The non-experimental research design would be used, along with a descriptive comparative design and two kinds of comparison, cross sectional comparative design, and sequential comparative design. The measuring device suggested in this research would be standardised tests in Icelandic and Mathematics in grades 7. and 10. The outcome of standardised tests from 2014 would be used to compare the 2016 test outcome of both different schools and grades. A questionnaire in Skólapúlsinn would be presented to teachers and students. The research might indicate how this technology supports student learning and whether or not it enhances their overall performance.

Samþykkt: 
  • 13.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25192


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Erla_Hrönn_Júlíusdóttir_1_júní..pdf1,02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna