is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25193

Titill: 
 • Sögukennsla og þjálfun gagnrýninnar hugsunar í framhaldsskólum : starfendarannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni er starfendarannsókn sögukennara sem kennir í framhaldsskóla. Tilgangur og markmið rannsóknarinnar eru einkum persónuleg, að efla rannsakandann sjálfan sem fagmann og kennara.
  Það hafa löngum verið nokkur átök um sögukennslu, hvað skuli kenna og hver markmiðin eigi að vera. Skoðun þess sem þetta ritar er sú að sögukennsla ætti ekki að einblína á miðlun þekkingar, heldur þroska þá færni sem nemendur þurfa að búa yfir til að takast á við lífið að loknu námi og sinna hlutverki sínu sem þegnar í lýðræðisþjóðfélagi með sóma. Sú skoðun hefur jafnframt verið ráðandi innan menntavísindanna en hefur þó verið gagnrýnd nokkuð eins og fram kemur í rannsókninni.
  Í þessari rannsókn lítur rannsakandinn inn á við og spyr hvort hann sjálfur sé að ná þeim markmiðum sem hann setur sér, þ.e. að efla gagnrýna hugsun nemenda sinna. Spurt er hvort verkefni og kennsluaðferðir endurspegli þessi markmið og hvort gera mætti betur í þeim efnum.
  Með þau markmið í huga var ráðist í starfendarannsókn sem stóð frá september 2015 til febrúar 2016. Tímabilinu var skipt niður í fjóra hluta sem hver um sig innihélt hringferli starfendarannsókna sem lýkur á ígrundunum sem verða jafnframt tilefni næsta ferlis. Rannsakandinn hélt rannsóknardagbók yfir ígrundanir sínar og almennar vangaveltur á meðan rannsókninni stóð. Þá safnaði hann einnig gögnum úr verkefnum nemenda og tók rýnihópaviðtöl við nemendur að rannsókn lokinni.
  Helstu niðurstöður eru þær að gagnrýnin hugsun sé þjálfuð en ekki kennd og haga þurfi verkefnum eftir því. Í því felst að vinnupalla (e. scaffolding) starf nemenda með markvissari hætti og haga leiðbeiningum þannig að þær höfði til mismunandi nemendahópa. Þá þarf að tryggja nemendum tíma til þess að sinna ígrundaðri og gagnrýninni hugsun en það kemur e.t.v. niður á því námsefni sem unnt er að komast yfir. Þessi rannsókn sýnir ekki fram á hvort eða með hvaða hætti gagnrýnin hugsun verði kennd. Rannsakandinn telur sig hinsvegar hafa sýnt fram á að hann sjálfur geti gert betur og hafi þegar stigið fyrstu skrefin á þeirri vegferð.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is an action research done by a high school history teacher. The aim of this investigation is to empower the researcher and help him grow as a professional.
  The purpose of history teaching has long been debated. My findings suggest that history teaching should not focus on conveying important information. But rather develop the skills students need to prosper in a democratic capitalist society. That view has also long been the dominant view within educational circles, but has come under repeated attacks as shown in this research. As in most action research, the researcher looks inwards and asks if his teaching is reaching the goals set out at the beginning, namely developing students’ critical thinking skills. I question whether or not my methods and assignments are helping to reach those goals. With these objectives in mind I set out to do action research which lasted from September of 2015 to February of 2016. The period was divided into four parts, each one of them contained the reflective cycle of action research. I kept a journal in which I registered my thoughts and reflections as the research went on. I also gathered data from student‘s assignments and focus group interviews
  at the end of the process. My research seems to suggest that critical thinking should be trained through practice rather than learned through instruction. That involves scaffolding the students work more systematically and vary instruction to fit the individual needs of students. The teacher must also provide sufficient time for students to be able to reflect on their work, but that will almost inevitably
  diminish the content that can be covered. This research does not show
  definitively if or by what means critical thinking can be trained. I do however feel that I have shown that there is room for improvement and that I have already taken the first steps towards improving my methods

Samþykkt: 
 • 13.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sögukennsla_og_þjálfun_gagnrýninnar hugsunar_ValgarðurReynisson.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna