Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25196
Þessari rannsókn var ætlað að varpa ljósi á upplifun umsjónarkennara á þeim stuðningi sem þeir fá við kennslu þegar nemendur sem hafa íslensku sem annað mál hefja grunnskólagöngu hér á landi. Tilgangurinn var að reyna að komast að því hvernig stuðningi væri háttað og hvort að hann væri nægilegur til að koma til móts við umsjónarkennara og nemendur í grunnskólum. Leitast var við að koma auga á hvað væri gott í þessu ferli og hvað mætti betur fara og hvort að umsjónarkennarar væru undirbúnir til að mæta þessum hópi nemenda. Með þessu var leitast við að finna leiðir til að gera skólastarfið sem ákjósanlegast bæði fyrir umsjónarkennara og nemendur þannig að öllum líði vel í skólaumhverfinu.
Leitað var svara við rannsóknarspurningunni með viðtölum við umsjónarkennara með reynslu af kennslu nemenda með íslensku sem annað mál. Rannsóknin var eigindleg og byggði á hálfstöðluðum viðtölum við sjö viðmælendur. Hún fór fram í bæjarfélagi á landsbyggðinni. Þær upplýsingar sem umsjónarkennarar gáfu byggðu þeir á persónulegri reynslu og hugmyndum um stuðning við kennslu nemenda með íslensku sem annað mál. Skoðaður var bæði formlegur og óformlegur stuðningur sem og fræðsla, þekking og undirbúningur umsjónarkennara.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að það þyrfti meiri fræðslu um kennslu nemenda með íslensku sem annað mál og að sú fræðsla yrði að vera hluti af kennaranámi. Einnig að það þyrfti námskeið fyrir kennara sem kenna nemendum með íslensku sem annað mál og greiðari aðgang að efni sem gæti nýst í kennslu. Þá sýndu niðurstöður að stuðningurinn yrði að koma frá fræðsluyfirvöldum og einstaklingum sem búa yfir reynslu af kennslu þessa nemendahóps. Niðurstöður gáfu til kynna að umsjónarkennarar reyni að koma til móts við nemendur með íslensku sem annað mál en þeir myndu vilja meiri stuðning og fræðslu.
The objective of this research was to highlight the experience of supervising teachers regarding the support they receive in teaching when pupils start primary school in Iceland and have Icelandic as a second language. The aim was to try to find out how the support was carried out and whether it would be sufficient to cater the teachers and pupils in primary schools. An attempt was made to spot what is good in this process and possible improvements and whether the teachers were prepared to facilitate this group of pupils. With this effort the aim is to find ways to make the education as preferable both for teachers and pupils so that everyone feels comfortable in the school environment.
In search for a conclusion to the research question at hand, information was gathered from teachers with experience in teaching pupils with Icelandic as a second language. The research was a qualitative study based on semi-standardized interviews with seven interlocutors. The research took place in a municipality in the rural area. The information given by the teachers came from personal experience and ideas on support for teaching pupils with Icelandic as a second language. Both formal and informal support, education, training, knowledge and preparation of the teachers were analyzed.
The conclusion of the research indicated that more education and training is needed for teachers when it comes to teaching pupils with Icelandic as a second language and to have that training as a part of the teacher education studies. Also, to have a course for teachers that are teaching pupils with Icelandic as a second language and have easier access to content that might be useful in teaching. The conclusion shows also that the support must come from the school authorities and individuals who have experience of this kind of teaching. Conclusions also indicate that teachers try to cater the needs of pupils with Icelandic as a second language but they would like more support and education.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FridurGunnarsdottir_KennaradeildHA_V2016.pdf | 2,41 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |