is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25198

Titill: 
 • Virkar Hugleikur? : þróunarverkefni um samræður til náms
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig þróunarverkefnið Hugleikur – samræður til náms hefur tekist og kanna viðhorf kennara og nemenda til verkefnisins. Rannsóknarspurningin er: Virkar Hugleikur?
  Kveikjuna að þessu verkefni má rekja til vinnustofu Hugleiks í Háskólanum á Akureyri haustið 2015. Hugleikur er heiti á þróunarverkefni sem kennaradeild Háskólans á Akureyri og miðstöð skólaþróunar við sama skóla vinna að í sameiningu. Verkefninu er ætlað að rannsaka áhrif samræðu á nám og kennslu og er ætlunin að búa til námskeið í samræðuaðferðum handa kennurum á öllum skólastigum. Eftir að hafa fengið að fylgjast með í vinnustofu Hugleiks vildi ég vita meira.
  Gerð var eigindleg rannsókn þar sem settir voru saman rýnihópar úr röðum nemenda og kennara á öllum skólastigum. Alls voru rýnihóparnir sjö talsins, tveir kennarahópar og fimm nemendahópar og voru þrír til níu þátttakendur í hverjum rýnihópi. Viðtölin voru afrituð orðrétt og þau síðan þemagreind.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að kennarar og nemendur eru almennt ánægðir með Hugleik. Fannst bæði kennurum og nemendum þeir hafa lært mikið af samræðum í námi. Töldu nemendur að með samræðum haldi þeir frekar athygli í kennslustundum og séu betri í að setja sig í spor annarra. Kennarar merktu jákvæðan mun á nemendum sínum og töldu þá meðal annars betri hlustendur eftir Hugleik. Þá fundu þeir mun á sjálfum sér á jákvæðan hátt og fannst þeir á vissan hátt betri kennarar. Engu að síður töldu þeir vanta upp á efni og höfðu orð á því að setja þyrfti upp góðan hugmyndabanka sem auðvelt væri að vinna í. Einnig vildu kennarar meina að samræðuaðferðin sé góð leið til að vinna með þá þætti aðalnámskrár sem snúa að gagnrýninni hugsun. Enn fremur virðist samræðuaðferðin henta vel fyrir þá nemendur sem standa höllum fæti eða eru með einhvers konar greiningar.

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of this research was to take a closer look at how the developmental project Hugleikur – samræður til náms, has succeeded and take a look at what teachers and students think of this project. The thesis question is: Does Hugleikur work?
  The idea for the project could be said to come from a workshop for Hugleikur in the University of Akureyri in the fall of 2015. Hugleikur is the name of a collaborative developmental project between the Faculty of Education at the University of Akureyri and the Centre for school development at the same school. The project is designed to investigate the influence of discussion in learning and teaching and the intention is to have a seminar in discussion techniques for teachers at all levels of teaching. After watching the workshop for Hugleikur I was interested to find out more.
  The research was qualitative where focus groups were made up of students and teachers from all levels of schooling. There were seven focus groups, two made up by teachers and five of students and each group had 3–9 participants. The interviews were transcribed verbatim and then divided into themes.
  The main results of this research show that teachers and students are, in general, happy with Hugleikur. Both teachers and students thought they had learned a lot from discussion in class. The students thought that with discussion they would be more focused in class and find it easier to see things from other perspectives. The teachers said they found a positive difference in their students and considered them to be better listeners after doing Hugleikur. They also felt a positive difference in themselves and felt that in a way they were better teachers. Nonetheless they thought the project needed more material and said that a good collection of ideas that would be easy to work with was necessary. The teachers also thought that the discussion method was a good way to work with those parts of the national curriculum related to critical thinking. Furthermore the discussion method seemed well suited for those students that have trouble with their studies or those who have been diagnosed with some sort of learning disabilities.

Samþykkt: 
 • 14.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HUGLEIKUR.pdf1.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna