is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25199

Titill: 
  • Alþjóðlegt nám í Brekkuskóla : ávinningur kennara og nemenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að veita innsýn í alþjóðlegt samstarf í Brekkuskóla á Akureyri og hvaða mögulegan ávinning kennarar og nemendur hafa af slíku starfi. Rannsóknin byggist á eigindlegri rannsókn og stóðu rannsóknargögn saman af fjórum viðtölum við ellefu kennara og nemendur. Tvö viðtöl voru tekin við rýnihópa kennara í Brekkuskóla sem komið hafa að alþjóðlegu samstarfi og einnig tvö tveggja manna viðtöl við nemendur skólans sem fóru erlendis á vegum alþjóðlegs verkefnis. Með því að skoða reynslu af alþjóðlegu samstarfi frá sjónarhornum bæði kennara og nemenda var leitast við að finna hver ávinningur samstarfsins er út frá mismunandi reynslu þeirra og upplifun.
    Niðurstöður sýndu að allir viðmælendur töldu sig hafa haft bæði faglegan og persónulegan ávinning af samstarfinu. Fram kom að kennarar hefðu hag af þeim alþjóðlegu tengslum sem slíkt samstarf skapar, þeir fá nýjar hugmyndir varðandi kennslu og kennsluhætti auk þess sem vinnan við alþjóðlegt samstarf eykur starfsánægju þeirra og kemur í veg fyrir kulnun í starfi. Nemendur töldu sig hafa námslegan ávinning af starfinu auk þess að þeir lærðu að bera virðingu fyrir annarri menningu og öðluðust nýja sýn á sitt eigið samfélag. Niðurstöður sýndu einnig að mikil vinna liggur að baki alþjóðlegs samstarfs og voru kennarar sammála um að eðlilegt væri að alþjóðafulltrúi væri starfandi við skóla til að standa vörð um alþjóðlega og fjölmenningarlega þætti skólastarfsins. Þegar niðurstöður voru bornar saman við fyrri rannsóknir kom fram að skólasamfélagið þyrfti að vanda sig betur í umræðunni um skólaheimsóknir og vera duglegra að sýna þann ávinning sem hlýst af slíkum heimsóknum og öllu alþjóðlegu samstarfi.
    Ávinningur alþjóðlegs samstarfs hefur lítið verið rannsakaður hér á landi hingað til og því standa vonir til að rannsóknin veiti innsýn í samfélagslegt mikilvægi slíks starfs.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research was to give some insight into international cooperation in Brekkuskóli, Akureyri and discover the potential benefits that teachers and students can gain from participating in such work. The research method was qualitative and data was gathered through two focus groups of five teachers in Brekkuskóli that have participated in international cooperation and two interviews with four students who went abroad on behalf of an international project of the school. By exploring international cooperation from the perspectives of both teachers and students the reasearcher seeks to understand the benefits of the cooperation from different views and experience. Results showed that all participants felt that they had both professional and personal benefits of the cooperation. Teachers stated that they benefit from international relations with other teachers, they get new ideas on teaching and
    teaching methods and at the same time international cooperation enhances their job satisfaction and prevents burnout. Students said they had educational benefits from the cooperation as well as they learned to respect other cultures and gained a new perspective on their own community. Results also showed that much work lies behind international cooperation and teachers agreed that having an international coordinator working in the school would safeguard international and multicultural aspects of school operations. When results were compared with previous studies it indicated that the school community has to be careful how their school visits abroad are presented and be sure to demonstrate the benefits of such visits and all international cooperation. The benefits of international cooperation in Icelandic elementary schools has not been the subject of many Icelandic studies. Hopefully this research will
    provide insight into the social importance of such work.

Samþykkt: 
  • 14.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25199


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Althjodlegt_samstarf_Brekkuskola_AnnaMaríaÞórhallsdóttir_2.pdf493.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna