is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25204

Titill: 
 • Ábyrgð og hlutverk foreldra og kennara í læsisnámi barna í 1. bekk : hugmyndir foreldra og kennara í þremur grunnskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis var að rannsaka hversu vel foreldrar barna í fyrsta bekk í þremur grunnskólum, þar sem kennt er samkvæmt Byrjendalæsi, þekkja til lestraraðferða skólans og hvert er mat þeirra á hlutverkum og ábyrgð bæði foreldra og skólans á lestrarnámi barna. Einnig var kannað hvert þrír kennarar í fyrsta bekk í sömu skólum telja hlutverk foreldra og skólans vera í lestrarnámi barna, hvar þeir telja að ábyrgðin á læsisnáminu liggi, hversu vel þeir telja að foreldrar þekki lestrarkennsluaðferð skólans og hvaða hátt skólinn hefur á við að kynna Byrjendalæsi fyrir foreldrum. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum:
  • Hvernig er Byrjendalæsi kynnt foreldrum barna í 1. bekk í þremur grunnskólum og hversu vel þekkja foreldrar aðferðina?
  • Hvaða hugmyndir hafa foreldrar og kennarar sömu barna um hlutverk sitt og ábyrgð í læsisnámi og hvernig rækta þeir þessi hlutverk?
  Rannsóknin var viðtalsrannsókn og var gagna aflað með eigindlegum viðtölum. Viðtöl við tíu foreldra barna í fyrsta bekk úr þremur skólum voru fengin úr rannsókn á Byrjendalæsi sem staðið hefur undanfarin ár. Rannsakandi tók enn fremur viðtöl við þrjá kennara 1. bekkjar í sömu skólum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennarar kynni ávallt Byrjendalæsisaðferðina fyrir foreldrum við upphaf skólaárs. Þær benda einnig til þess að foreldrar þekki Byrjendalæsi ekki eins vel og kennarar álíta að þeir geri. Niðurstöðurnar benda til þess að kennarar telji að hlutverk foreldra sé mikilvægt í lestrarþjálfun barna. Allir foreldrar sem tóku þátt í rannsókninni telja hlutverk sitt í læsisnámi barna sinna vera að hlusta á þau lesa heima. Einnig kemur í ljós að kennarar telja hlutverk þeirra í læsisnámi barnanna sé að kenna þeim tæknina við lesturinn. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að meirihluti foreldra telji sig bera ábyrgð á læsisnámi barna sinna en að kennarar telji frekar ábyrgðina vera sameiginlega. Í ljós kemur að samskipti foreldra og kennara virðast að mestu leyti fara fram í gegnum tölvupóst og kvittanablöð.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this project was to observe how well parents of children in the first grade, in three primary schools were Beginning Literacy is applied as a teaching approach, know the method and what they consider as the role of both parents and the school in literacy education. It was also examined what teacher in first grade consider as their role and the parents’ role in literacy education, were they think the responsibility for literacy education resides, how well they think parents know Beginning Literacy and how they introduce the method to parents. The main research questions were:
  • In what way is Beginning literacy introduced to parents of children in the first grade of three primary schools and how well do parents know the method?
  • What ideas do parents and teachers of the same children have about their roles and responsibilities in literacy education and how do they seek to fulfil these roles?
  The study was an interview study. First, data from interviews with ten parents of children in the first grade were analysed. These interviews were taken in an ongoing study of Beginning Literacy. Secondly the researcher conducted interviews with three first grade teachers in the same schools.
  The findings suggest that teachers introduce the fundamentals of Beginning Literacy to parents at the beginning of the school year, but the parents do not know Beginning Literacy as well as teachers believe. The findings further suggest that teachers consider the role of parents in literacy education as important, and that all the parents regard their listening to the children’s home reading as their main role. The findings furthermore indicate that teachers acknowledge that their role is to teach the children the techniques of reading and suggest that the majority of the parents think they are responsible for children’s learning to read, but the teachers see the responsibility as joint between these two. Lastly the results indicate that communication between teachers and parents is mostly through e-mail and communication books where parents sign for children’s home reading.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 9.5.2035.
Samþykkt: 
 • 14.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1. Efnisyfirlit.pdf78.73 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
2. Heimildir.pdf284.28 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
3. Fylgiskjöl.pdf368.34 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
ElfaRunarsdottir_kennaradeildHA_V2016.pdf1.67 MBLokaður til...09.05.2035HeildartextiPDF