Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25207
Aðgengi að menntun á Íslandi er með besta móti og á framhaldsskólastigi standa nemendum ýmsar námsleiðir til boða. Breytt samfélag kallar á breytta starfshætti og var stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga nokkurskonar innlögn í breytt samfélag. Markmiðin með þessari rannsókn voru að bera saman rannsóknir á leiðsagnarmati og kynnast upplifun núverandi og fyrrverandi nemenda skólans af leiðsagnarmati. L
Leitast var við að uppfylla þessi markmið með því að fá svör við rannsóknarspurningunum:
1. Hvaða áhrif hefur leiðsagnarmat á nám nemenda við FSN?
2. Hver er upplifun núverandi og fyrrverandi nemenda FSN af leiðsagnarmati?
Alls tóku 245 núverandi og fyrrverandi nemendur skólans þátt í megindlegri spurningakönnun þar sem spurt var um skoðanir, viðhorf og upplifanir á annars vegar leiðsagnarmati og hins vegar lokamati.
Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að þátttakendum hafi líkað betur við leiðsagnarmat heldur en aðrar námsmatsaðferðir. Þeir tengdu aukinn skilning, betri námsvenjur og skipulagningu við leiðsagnarmat. Þátttakendur tengdu helst stress, óskipulag og lestur kennslubóka við lokamat. Niðurstöðurnar gáfu enn fremur vísbendingar um að námsmat hefur tölfræðilega marktæk áhrif á líðan. Stelpur töldu að námsmat hefði frekar áhrif á líðan en þær voru líka í meirihluta þegar kom að því að velja leiðsagnarmat sem námsmat.
Það er erfitt að alhæfa út frá niðurstöðunum þar sem óvíst er hvort úrtakið hafi í raun endurspeglað þýðið. Auk þess hætti stór hluti þátttakenda þátttöku. Samt sem áður gefur þessi rannsókn mynd af þeim skoðunum sem nemendur hafa á námsmati. Hún sýnir einnig fram á jákvæðari upplifun af leiðsagnarmati en lokamati. Niðurstöðurnar mætti og ætti að nota til þess að bæta námsmat í skólum og um leið stuðla að bættum námsárangri og vellíðan nemenda.
Education is widely accessible in Iceland. Upper secondary schools offer a wide variety of programs. A constantly developing society demands practices to envolve, within the school systems. The establishment of Fjölbrautaskóli Snæfellinga (FSN), an upper secondary school, was brought to fruition due to these increased requirements. The objectives of this study were to look into research in the field of formative assessment and to explore the beliefs and experiences of formative assessment, among current and former students of FSN. The research questions were:
1. How does formative assessment effect the learning of students from FSN?
2. What are the current and former FSN student’s experiences, with formative assessment?
A total of 245 current and former students of the school participated in a quantitative questionnaire. The survey consisted of questions regarding their beliefs and experiences with formative and summative assessments. The results indicate that participants preferred formative assessment. In additon, participants linked increased comprehension, organization and more effective study habits, with formative assessment. Participants linked summative assessment with stress, being unorganized and reading. The results showed a statistically significant association between assessment methods and well-being. Female participants were more likely to link well-being with assessment methods and prefer formative assessment over other types of assessments. It is difficult to generalize these results since it is uncertain whether the sample represents the target population. A large proportion of participants submitted incomplete surveys, making their responses, unusable. Nonetheless, the results indicate the student’s opinions, of assessment methods and that students have a more positive view on formative assessment than summative assessment. The results of this study could and should be used to improve assessment methods in the school setting, along with enhancing learning outcomes and the well-being of students.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
María Kúld Heimisdóttir-nýtt2.pdf | 1.43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |