is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2521

Titill: 
 • Myntráð
Titill: 
 • Currency Board
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Valkostir í peningamálum hafa þrengst undanfarin ár með vaxandi alþjóðavæðingu og frjálsu flæði fjármagns. Nú þykir einungis raunhæft að styðjast annaðhvort við stífa fastgengisstefnu, eins og myntráð, evruvæðingu eða myntbandalag, eða flotgengi líkt og Ísland hefur stuðst við frá 2001.
  Myntráð hefur þótt góð leið til að koma á stöðugleika og auka trúverðugleika landa sem ekki hafa langa reynslu af rekstri seðlabanka eða hafa átt erfitt með að hemja sveiflur á hagkerfinu. Með myntráði afsala stjórnvöld sér völdum sínum til að dempa hagsveiflur að mestu leyti og fylgja heldur akkerismyntinni. Myntráðsstefnan var vinsæl í byrjun 20. aldar og var þá sérstaklega mikið notuð á nýlendum Bretlands. Segja má að hún hafi dottið úr tísku tímabundið en svo komið sterk inn aftur í byrjun 10. áratugsins þegar m.a. Argentína og Litháen tóku stefnuna upp.
  Litháar tóku upp myntráð stuttu eftir að þeir slitu sig frá Sovíetríkjunum. Myntráðið hefur gengið vel í Litháen og hefur hagvöxtur verið mikill. Til að byrja studdust þeir við Bandaríkjadollar sem akkerismynt en ákváðu árið 1999 að því skyldi breytt í evru þar sem að ákveðið var að hafa fulla upptöku evrunnar í kjölfar inngöngu í ESB sem útgönguleið. Þeim var þó neitað um aðild að Myntbandalagi Evrópu árið 2006 á þeirri forsendu að þeir uppfylltu ekki verðbólgu ákvæði Maastricht-skilmálans.
  Myntráð hefur verið stór partur af sögu Hong Kong þar sem að þeir hafa stuðst við myntráð nánast óslitið frá árinu 1935. Nýjasta myntráðs fyrirkomulagið var tekið upp 1983 þó að það hafi verið aðlagað töluvert að breyttum aðstæðum síðan þá. Sérstakt er að í Hong Kong sér myntráðið ekki um útgáfu seðla heldur er það í höndum þriggja viðskiptabanka sem fá þó ekki að prenta peninga nema með því að skila jafnvirði dollara til myntráðsins. Einnig er athyglisvert að myntráð Hong Kong býr yfir gildum varasjóði sem er um sjöfalt meiri að vöxtum en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Stærð sjóðsins er umdeild en gerir Hong Kong kleift að verja myntráðið af miklum krafti.
  Hagsaga Argentínumanna er ekki ýkja glæsileg. Eftir góðan árangur á árunum 1895-1930 tók að halla undan fæti. Allt til ársins 1990 ríkti óstöðugleiki í efnahagslífinu jafnt og í stjórnmálunum og var verðbólgan árið 1990 rúmlega 2000%. Þá var ákváðið að stofna myntráð sem átti að nota dollar sem akkerismynt. Á tíð myntráðsins var verðbólgan lág og hagvöxtur var mikill. Slök hagstjórn og vandræði í kjölfar gjalþrots Rússa og gengisfellingar Brasilíumanna árið 1999 urðu banabiti myntráðsins. Ríkisstjórn Argentínu lýsti því svo stuttu síðar yfir að Argentínumenn gætu ekki staðið við erlendar skuldbindingar sínar.
  Möguleikar Íslands á að taka upp myntráð virðast ekki vera miklir við óbreyttar aðstæður. Skoðaðar voru mögulegar tengingar við evru, Bandaríkjadal og norsku krónuna og virðist evran vera eini raunhæfi kosturinn. Svo virðist þó vera að ESB sé mótfallið því að lönd tengi sig við evruna ætli þau sér ekki inngöngu. Því er flotgengi eini raunhæfi möguleikinn fyrir Ísland á meðan ekki er vilji til að sækja um aðild að ESB. Ef Ísland ákveður að sækja um aðild að ESB, væri það góður kostur fyrir Íslendinga að taka upp myntráð sem milliskref í samráði við ESB líkt og Bosnía-Hersegóvína, Búlgaría, Eistland og Litháen hafa gert.

Samþykkt: 
 • 8.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2521


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
nsson_fixed.pdf372.92 kBLokaðurHeildartextiPDF