is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25211

Titill: 
 • Árangurssækin hegðun í námi : hvetjandi og hindrandi þættir og hlutverk kennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að athuga hvaða þættir hafa hvetjandi og hindrandi áhrif á áhuga nemenda og hvert sé hlutverk kennara í hvatningu. Áhugahvöt nemenda er mikilvæg til þess að nemendur nái árangri í námi. Kenningar tengdar hvatningu og hindrunum í námi eru ræddar og tengdar við niðurstöður
  Í rannsókninni var notast við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við tvo nemendur á lokaári í framhaldsskóla. Tilgangur rannsóknarinnar var að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða þættir eru hvetjandi fyrir nemendur til að ná árangri í námi? Hvaða þættir eru hindrandi fyrir nemendur til að ná árangri í námi? Hvert er hlutverk kennara í hvatningu nemenda? Þátttakendur rannsóknarinnar voru báðir á lokaári í framhaldsskóla. Reynt var að greina hvaða þættir eru hvetjandi og hindrandi í námi og hver upplifun nemenda sé af hlutverki kennara. Niðurstöður rannsóknarinnar voru bornar saman við kenningar í menntunarfræði og námssálfræði.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að þeir þættir sem hvetja nemendur eru fjölbreyttar kennsluaðferðir, eigin áhugi, framtíðarmöguleikar, námsumhverfi, ánægja, almennt ástand, samanburður við aðra, stuðningur og aukinn skilningur. Niðurstöður sýndu að hindrandi þættir í hvatningu nemenda eru almennt ástand, aðrar skyldur, óuppbyggjandi endurgjafir, óskýr fyrirmæli kennara, tilfinningar nemenda og viðmót kennara. Kennarar uppfylla hlutverk sitt við hvatningu með atferli, framkomu, viðhorfi, með því að vera fyrirmynd og með því að auka forvitni nemenda. Veikleika mátti finna í hjálp kennara við markmiðasetningu nemenda og í gegnum endurgjafir. Niðurstöður eru að kennarar hvetja með því að hrósa og hafa hvetjandi áhrif á nemendur þegar þeir sinna hlutverki sínu í hvatningu.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to observe what factors have motivational and inhibitory effects on students and what is the teachers´ role in motivating students. Student motivation is important so that students can succeed in their learning. Theories of motivation are discussed in this research and the results are linked to them.
  Qualitative research methods are used in this study, so interviews were
  taken with two students in their final year of high school. The purpose of the study was to answer the following research questions: What factors are motivating students to succeed in school? What factors are inhibiting students to succeed in school? What is the role of teachers in students motivation? Both of the participants in the study had two years experience of high school education. The study results were compared with theories in science of education and educational psychology and thus trying to spot motivating and inhibiting factors in students´ education and to see if teachers are fulfilling their role in motivation. The main conclusion of the study was that students find it motivating when teachers use diverse teaching methods, through their own interest, future prospects, learning environment, enjoyment, general condition, comparisation with others, support and when comprehension is better. Results concerning factors who have inhibiting effects on students motivation were general condition, other duties, destructive feedback, unclear instructions, students´ feelings and teachers´ attitudes. Results concerning the teachers´ role in student motivation was that teachers fulfill their role in motivation with their behaviour, attitudes, by being a role model and by increasing student interest. Weaknesses were found in how teachers aid in goal setting and through feedback. Results showed that teachers do motivate students by complimenting them and when they fulfill their role in motivation.

Samþykkt: 
 • 14.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árangurssækin hegðun í námi- Hvetjandi og hindrandi þættir og hlutverk kennara.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna