is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25213

Titill: 
  • Kennsla í fjölmiðlalæsi í íslenskum framhaldsskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjölmiðlar gegna mikilvægu upplýsinga- og afþreyingarhlutverki í nútímasamfélagi. Sú færni sem felst í að geta greint skilaboð frá þeim með gagnrýnum hætti er því gríðarlega mikilvæg. Fjölmiðlar í dag eru á margvíslegu formi. Efni þeirra geta ýmist hafa farið í gegnum rýningarferli hliðvarða eða ritstjórna eða það getur einfaldlega verið texti skrifaður af óþekktri manneskju um málefni sem henni þykir áhugavert. Það getur reynst þrautin þyngri að greina ástæðurnar sem liggja að baki smíði fjölmiðlaskilaboða, hvaðan þau koma og hversu áreiðanleg þau eru. Fjölmiðlalæsi eflir þessa færni og hefur rutt sér til rúms sem einn af mikilvægari hæfileikum til að komast af í samfélagi nútímans. Markmið þessarar meistaraprófsritgerðar til Magister Educationis-prófs er að grennslast fyrir um hvort markviss kennsla í fjölmiðlalæsi fari fram á framhaldsskólastigi á Íslandi. Það verður gert með eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem rýnt verður í áfangalýsingar og kennsluáætlanir. Gagnaöflun fór fram í febrúar og mars 2016 og greiningin í framhaldi af því. Þá var kennurum einnig send stutt könnun til að kanna viðhorf þeirra til kennslu í fjölmiðlalæsi. Niðurstöður voru misvísandi þar sem greining áfangalýsinga og kennsluáætlana sýndu ekki fram á markvissa kennslu í fjölmiðlalæsi en svör kennara bentu til annars.

  • Útdráttur er á ensku

    The media serve an important role of informing and entertaining in modern society. The skill required to critically analyze media messages is therefore extremely important. The media today appear in many different forms. Their messages have either been through editing process by the hands of gatekeepers or group of editors or the message can simply have been written by an unknown average Joe or Jane about an issue they found interesting and/or important. It can be tough to peer through media messages and analyze the reasons for why they were constructed, where the came from and how reliable they are. Media literacy increases those analyzine skills and has emerged as one of the survival skills of the 21st Century. The purpose of this thesis for a Magister Educationalis degree is to inquire about whether media literacy is taught in secondary school level in Iceland, as well as if it is done strategically. The research will follow a qualitative reasearch method by analyzing subject descriptions and curricula of media subjects taught at the secondary school level. The data was gathered in February and March 2016 and then analyzed. Afterwards the teacher that had participated were asked to answer a short quiestionnaire online til explore their view on media literacy education. In the end the research was inconclusive since the analysis did not demonstrate a systematic media literacy education while the teachers‘ answers indicated otherwise.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 12.6.2017.
Samþykkt: 
  • 14.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjomidlalaesi_lok.pdf706.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna