is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25215

Titill: 
  • Rafrænt einelti unglinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu meistaraprófsverkefni er fjallað um rafrænt einelti meðal unglinga og þá sérstaklega á Íslandi. Rafrænt einelti er brýnt umræðuefni vegna hinnar auknu tæknivæðingar meðal ungs fólks og fjölgunar þeirra samskipta sem nú fara að miklu leyti fram á samfélagsmiðlum.
    Markmið ritgerðarinnar er að öðlast þekkingu um rafrænt einelti og koma þeirri þekkingu áfram til foreldra, skóla og almennings hér á landi. Einnig er markmiðið að fá vitneskju um forvarnir gegn rafrænu einelti og hvernig foreldrar og skólar takast á við rafrænt einelti.
    Eigindleg rannsóknaraðferð varð fyrir valinu og voru tekin viðtöl við starfsmenn þrennra samtaka hér á landi sem tengjast öll rafrænu einelti unglinga að einhverju leyti.
    Helstu niðurstöður sýna að rafrænt einelti hefur aukist á undanförnum árum og bendir allt til þess að það hafi slæmar afleiðingar. Samskiptaleysi foreldra og ungmenna varðandi rafræna notkun og samskipti á Internetinu er viðvarandi og stuðlar menningin að því að unglingar leggji aðra í rafrænt einelti. Unglingar þurfa að geta sett sig í spor annarra og borið virðingu hver fyrir öðrum. Þörf er á aukinni fræðslu um rafrænt einelti til foreldra og starfsfólk skóla.

  • Útdráttur er á ensku

    This master‘s thesis focuses on cyberbullying amongst teenagers, with special attention paid to Icelandic teenagers. This is an important subject due to the icreasing adoptation of mobile and smart devices amoung young people, and because communications between them are by large conducted on these devices. The objective with this thesis is to gain knowledge about cyberbullying and mediate that knowledge to parents, teachers and the general public. The objective is also to accumalate knowledge about prevention of cyberbullying and educate parents and teachers about methods available.
    A qualitative research method was chosen and three interviews were conducted with employees of three organizations that operate in Iceland that all have something to do with cyberbullying between teenagers.
    The main results from these interviews show that cyberbullying has increased in recent years and it has had bad consequences for the sufferers. Lack of communications between children and their parents concerning the usage of electronic devices and communications on the internet is persistent and the culture enables teenagers to cyberbully each other. Teenagers must be able to empatize and show respect for one another. Additional education is needed about cyberbullying for parents and employees of schools.

Samþykkt: 
  • 14.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Kjartansdóttir. Rafrænt einelti unglinga..pdf920.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna