is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25222

Titill: 
 • Hver er ég? Hvaðan kem ég? : verkefnasafn í grenndarkennslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um grenndarkennslu en ritgerðinni fylgir verkefnasafn sem inniheldur 15 vikna kennsluáætlun í grenndar- og útikennslu. Heimsmynd sú er við búum við í dag tekur örum breytingum. Sá veruleiki sem börn og ungmenni búa við í dag er gjörbreyttur þeim veruleika sem foreldrar þeirra ólust upp í og má segja að stór hluti þeirra hafi heiminn í hendi sér í formi ýmiss konar snjalltækja. Mörkin milli nærsamfélagsins og annarra heimsálfa verða sífellt óskýrari enda unnt að eiga í stöðugum samskiptum án landamæra.
  Í ritgerðinni er fjallað um þennan nýja veruleika auk þess sem færð eru fyrir því rök að góð grenndarkennsla geti átt stóran þátt í að auka námsáhuga ungra nemenda og að þekking þeirra á sínu daglega umhverfi, uppbyggingu þess og veruleika sé nauðsynlegur grunnur allrar almennrar þekkingar. Verkefnasafnið sem fylgir ritgerðinni býður upp á ýmiss konar verkefni, bæði í útikennslu þar sem nemendur fræðast um náttúru sína og umhverfi, auk þess að nota nærumhverfið til sköpunar auk almennrar fræðslu um samfélag nemenda. Nemendur fá verkefni þar sem þeir vinna með upplýsingar um bakgrunn sinn og heimili auk þess að fá margvísleg verkefni sem tengjast náttúru, sögu og atvinnulífi samfélagsins sem þeir búa í.
  Verkefnasafnið var lagt fyrir nemendur á miðstigi í Hrafnagilsskóla til prufu og eftir það aðlagað. Ritgerðin sem slík byggir á heimildum en ekki eiginlegri rannsókn en engu að síður er það niðurstaða höfundar eftir þessa vinnu að færa megi fyrir því góð og gild rök að reynslubundið nám í formi grenndarkennslu sé þörf viðbót við skólanámskrá hvers skóla og eitthvað sem heilt yfir mætti huga betur að við námsgagnagerð. Ekki eru til eiginleg grenndarkennsluverkefni fyrir kennara heldur þurfa þeir sjálfir að útbúa sín gögn og aðlaga að sinni grennd. Eitthvað sem höfundur telur að standi grenndarkennslu fyrir þrifum.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis deals with place-based education and attached to it is a collection of tasks containing a 15 weeks learning plan for environmental and outdoor education. Our world view, our perception of the world we live in, changes frequently. The reality children and teenagers face today is fundamentally different from the reality our parents grew up in. A great many have the world within reach by the use of smart phones and tablets. The borders between the surrounding
  community and distant continents are becoming vaguer and vaguer where
  continuous communication ignoring borders is obtainable. The thesis deals with this new reality and arguments are made for the claim that good environmental education can play an important part in increasing
  young students’ enthusiasm for learning. Their understanding of their daily surroundings, its structure and reality, is a necessary base for all general knowledge. The collection of tasks attached offers a variety of tasks, both in outdoor education where students learn about the nature at hand and the environment, besides using the surroundings for inspiring creativity and general learning about the students’ community. Students are given tasks where they work with information on their background and home, besides dealing with various tasks related to the nature, history and the economy of the community they live in. For testing purposes the tasks were given to the students at the Hrafnagil
  secondary school to solve, and then modified. The thesis as such is based on a selection of sources, not actual research, but all the same it is the author’s conclusion, after studying the subject, that
  experience-oriented learning in the form of environmental education is a much needed addition to each school’s curriculum and something that should be observed overall when preparing teaching material.
  There is no real teaching material for environmental education available to teachers so they have to make their own and adapt them to their local
  environment. That is the main obstacle to environmental education, according to the author.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.5.2042.
Samþykkt: 
 • 14.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd-ritgerð-Guðný-Jóhannesdóttir Skemman.pdf1.26 MBLokaður til...01.05.2042HeildartextiPDF