is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25228

Titill: 
  • Viðhorf íbúa og ferðaþjónustuaðila til virkjunar vindorku á hálendisbrúninni norðan Búrfells í Þjórsárdal
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Út um allan heim er nú lögð ríkari og ríkari áhersla á að auka notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum til að mæta alþjóðlegum kröfum um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Virkjun vindorku verður sífellt vinsælli kostur á meðal endurnýjanlegra orkugjafa. Með auknum tækniframförum hefur orðið bæði auðveldara og ódýrara að virkja vindinn. Íslendingar geta státað sig af nægu roki. Ýmis umhverfisáhrif fylgja hins vegar beislun vindorku. Eitt af helstu umhverfisáhrifum vindorkuvera eru sjónræn áhrif. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að uppbyggingu vindorkuvera og útliti strax í hönnunarferlinu. Fagurfræðilegt gildi landslags er huglægt og gildi þess einstaklingsbundið. Breytt ásýnd lands vegna framkvæmda vekur oft deilur á milli ólíkra hagsmunahópa eftir því hvaða ávinning svæðið hefur fyrir hvern og einn.
    Meginmarkmið þessarar rannsóknar er annars vegar að meta viðhorf íbúa og ferðaþjónustuaðila til virkjunar vindorku, og hins vegar að meta möguleg áhrif breyttrar ásýndar lands vegna vindorkuvers á hálendisbrúninni fyrir ofan Búrfell í Þjórsárdal á íbúa og ferðaþjónustufyrirtæki. Landsvirkjun kannar nú möguleika á að reisa vindorkuver á hálendisbrúninni við Búrfell í Þjórsárdal sem fengið hefur heitið Búrfellslundur. Framkvæmdin er háð mati á umhverfisáhrifum, og einn hluti matsins var að meta áhrif vindorkuversins á íbúa og ferðaþjónustu. Sú vinna byggir grunn þessa rannsóknarverkefnis. Niðurstöður sýna að viðhorf íbúa og ferðaþjónustuaðila til vindmylla hér á landi er almennt jákvætt. Þegar kemur að viðhorfi þeirra til vindorkuvera er staðsetning stærsti áhrifavaldurinn, og fæstir vilja hafa slík orkuver nálægt heimili sínu. Uppbygging vindorkuvera er flókið ferli og staðsetningu þess þarf að velja vel og taka tillit til ólíkra hagsmunahópa. Niðurstöðurnar sýna enn fremur að áhrif breytts landslags vegna orkumannvirkja verða jákvæðari ef ávinningur orkuvinnslunnar er skýr og nýtist í heimahéraði.
    Lykilorð: vindmyllur, vindorkuver, vindlundur, íbúar, ferðaþjónusta, viðhorf, landslag

  • The emphasis on increasing the use of renewable energy sources to reduce greenhouse gas emissions has become worldwide. Harnessing wind power has enjoyed great popularity in the last decade. With increasing technological progress, it has become both easier and cheaper to harness the wind. Icelanders can boast about the high amount of wind in the country but various environmental factors come into account. One of the main environmental impacts of wind power is the visual impact on landscape. Therefor it's important to consider carefully the structure and appearance at the start of the design process. The aesthetic value of a landscape is subjective and individually conceived. The transformed appearance of the landscape from construction often raises conflicts between different interest groups, on what benefits the area has for each one.
    The main objective of this study is to estimate the attitude of residents and tourist agencies to the construction of a wind park. And second, to examine how the enviromental changes of Búrfell in Þjórsárdalur, could impact the tourist companies and residents due to a wind park. Landsvirkjun, the National Power Company of Iceland is exploring the possibility of building a wind park on the plateau edge of Búrfell in Þjórsárdalur, named Búrfellslundur. The project is subject to environmental impact assessment, and one part of the evaluation was to assess the effect of the wind farm to the population and tourist agencies. That work builds the foundation of this study. Results show that the attitude of residents and tourist companies to windmills in the country is generally positive. When it comes to their attitute toward wind farms, the location itself is the largest reason, most people do not want to have such a power plant near their home.
    The structure of wind power is a complex process. The location has to be chosen carefully and it's important to take into account consideration for various interest groups. The results show furthermore the effect of changes in landscape due to energy plants will be positive, if the benefits of energy production are clear and useful in the region.
    Key words: wind turbines, windpark, wind power station, inhabitants, tourism, attitude, landscape

Styrktaraðili: 
  • Landsvirkjun
Samþykkt: 
  • 15.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25228


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun_Lineik_Masterritgerd.pdf43,82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna