is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25236

Titill: 
  • Regluverk evrópsku eftirlitsstofnananna og þýðing þeirra fyrir íslenskt fjármálaeftirlit
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 ákvað Evrópusambandið að setja á fót nýtt fjármálaeftirlitskerfi sem fæli í sér stofnun þriggja eftirlitsstofnana. Árið 2010 var Evrópska bankaeftirlitið, Evrópska eftirlitsstofnunin með tryggingum og starfstengdum lífeyri og Evrópska eftirlitsstofnunin með verðbréfa- og fjármálamörkuðum stofnuð ásamt sérstöku Kerfisáhætturáði. Hlutverk eftirlitsstofnananna er að vera samræmingaraðili milli eftirlitsaðila innan Evrópu og tryggja þannig greið upplýsingaskipti. Einnig eiga þær að þróa leiðbeiningar og tilmæli handa eftirlitsaðilum. Til að framfylgja hlutverkum sínum eru eftirlitsstofnununum veittar ákveðnar valdheimildir en þær geta meðal annars tekið bindandi ákvarðanir gagnvart eftirlitsaðilum og fyrirtækjum innan ESB. Fyrirhugað er að taka reglugerðirnar um evrópsku eftirlitsstofnanirnar ásamt öðrum gerðum er snúa að fjármálakerfinu inn í EES-samninginn. Það hefur þó verið vandkvæðum bundið vegna þessara valdheimilda sem eftirlitsstofnanirnar hafa. Hins vegar er það leyst með að byggja á tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Þannig verði engum valdheimildum evrópsku eftirlitsstofnananna beitt gagnvart EFTA-ríkjum innan EES nema með milligöngu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) að fenginni tillögu evrópsku eftirlitsstofnananna. Í þessu riti verður leitast við að svara þeirri spurningu hvaða þýðingu regluverk evrópsku eftirlitsstofnananna hefur fyrir íslenskt fjármálaeftirlit eftir upptöku þess í EES-samninginn.

  • Útdráttur er á ensku

    The financial crisis in 2008 led to the establishment of new European System of Financial Supervision (ESFS). This consists of three European Supervisory Authorities and one European Systemic Risk Board (ESRB). In 2010 the European Union issued three regulations establishing the European Banking Authority (EBA), European Insurance and Occupational Authority (EIOPA) and European Securities and Markets Authority (ESMA). Their main task is to contribute to the establishment of high-quality common regulatory and supervisory standards and practices. These bodies provide opinions to the Union institutions and by developing guidelines and recommendations. In addition these bodies draft regulations and implement technical standards. These authorities have powers, for example, they can take individual decisions addressed to competent authorities and to financial institutions. The EEA Joint Committee is currently working on implementing these regulations and others
    concerning this matter into the EEA Agreement. The process has been
    complicated due to constitutional difficulties for the three EEA/EFTA-States. These difficulties have been solved with the two-pillar structure of the EEA Agreement. The EFTA Surveillance Authority (ESA) will therefore take decisions addressed to EEA/EFTA-States competent authorities and financial institutions instead of the European Supervisory Authorities. When these regulations will be implemented in to Icelandic legislation it will have big impact on Icelandic financial supervision. Icelandic financial institutions will have to fulfil higher standards. The Icelandic Financial Supervisory Authority gets greater resources to apply administrative fines when financial institutions
    violate rules. ESA´s role will also change, for example all credit rating agencies and trade repositories in EEA/EFTA-states will have to get certified and monitored by ESA.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 13.6.2016.
Samþykkt: 
  • 15.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.L. ritgerð-final.pdf845,1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna