is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25245

Titill: 
 • „Takk fyrir ad halda framhja mer sæta“ : er þörf á lagabreytingu eða duga núgildandi ákvæði almennra hegningarlaga nr.19/1940 til sakfellingar í málum er varða hefndarklám?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hefndarklám felur í sér dreifingu eða birtingu á myndum eða myndskeiðum án leyfis þess sem á myndefninu er og þegar efnið er til þess fallið að valda viðkomandi tjóni eða vanlíðan eða er lítilsvirðandi fyrir hann. Á allra síðustu árum hefur farið fram mikil umræða um hefndarklám. Þrátt fyrir að hugtakið sé tiltölulega nýtt af nálinni hefur hefndarklám verið til staðar í mörg ár. Með tilkomu internetsins og snjalltækja hefur tíðni brota er varða hefndarklám aukist til muna og telja margir að þörf sé á að lögfesta ákvæði sem gerir dreifingu hefndarkláms refsiverða. Þann 4. desember 2014 var lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum frá 12. febrúar nr. 19/1940 og markmið þess var að lögfesta refsiákvæði um hefndarklám í almennum hegningarlögum. Hinar ýmsu stofnanir skiluðu inn umsögnum og af þeim má ráða að ýmislegt þurfi að skoða áður en frumvarpið getur orðið að lögum. Þrátt fyrir að ekki sé í almennum hegningarlögum sérstakt ákvæði sem gerir hefndarklám refsivert, hafa núgildandi ákvæðum 209. gr. og 233. gr. b. laganna verið beitt í málaflokknum. Draga má þá ályktun af dómaframkvæmd að fyrrnefnd ákvæði nái yfir málaflokkinn að nokkru leyti en geti ekki talist fullnægjandi til sakfellingar í öllum tilvikum.
  Í þessari ritgerð verður farið yfir hugtakið hefndarklám og frumvarpið sem lagt hefur verið fram um að gera hefndarklám refsivert í almennum hegningarlögum. Frumvarpið verður borið saman við núgildandi lagaákvæði almennra hegningarlaga sem stuðst hefur verið við í málaflokknum. Enn fremur verður farið yfir dómaframkvæmd fram til þessa í málum er varða hefndarklám og lagasetningu annarra ríkja, bæði í löndum sem lögfest hafa sérstök ákvæði um hefndarklám, líkt og í Bretlandi og Bandaríkjunum, og þeim sem ekki hafa lögfest sérstakt ákvæði heldur styðjast við gildandi löggjöf, líkt og í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

 • Útdráttur er á ensku

  Revenge porn is the sharing of private, sexual materials, either photos or videos, of another person without their consent and with the purpose of causing embarrassment or distress. Even though the concept is new, it has been a part of the society in many years. In recent years there has been a fast development in technology and need for new legislation with arrival of the Internet and modern technology such as smartphones. On the 4th of December 2014 bill was submitted to add to the Icelandic Penal Code No. 19/1940 articles, which criminalize revenge porn. Many institutions made reviews on the bill and by them it is obvious that the bill lacks some fundamental things. Even though there is no specific article on criminalizing revenge porn, articles 209 and 233 b. of the Icelandic Penal Code have been applied in such matters. Precedents of the Icelandic Courts conclude that former mentioned articles of the Icelandic Penal Code are sufficient for conviction in some matters regarding revenge porn, but does not cover the whole matter.
  This thesis will contain coverage in the concept revenge porn, the bill that has been submitted to Alþingi on criminalizing revenge porn and current articles in the Icelandic Penal Code that have been applied in those matters. Precedent of the Icelandic Courts on revenge porn will be discussed and legislation in other States regarding revenge porn. States that have legalized specific articles on criminalizing revenge porn such as in Britain and United States of America will be covered, and also States those have not and are using current legislation, such as in Denmark, Norway and Sweden.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 5.5.2136.
Samþykkt: 
 • 20.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAvinnuskjal ML ritgerð (Hafrún).pdf602.27 kBLokaður til...05.05.2136HeildartextiPDF