is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25250

Titill: 
  • Endurskilgreining á lífi og sjálfi : reynsla fólks af því að fá hjartaáfall í kringum fimmtugt
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur rannsóknar: Hjartasjúkdómar er ein aðal dánarorsök í heiminum. Lítið er vitað um líðan og sjálfsmynd eftir hjartaáfall og hvernig reynsla það er að fá hjartaáfall í kringum fimmtugt.
    Tilgangur rannsóknar: Að efla þekkingu og dýpka skilning á þeirri reynslu að fá hjartaáfall í kringum fimmtugt.
    Aðferðarfræði: Notuð var fyrirbærafræðileg aðferð. Tekin voru eintaklings viðtöl við 11 þátttakendur, þar af 3 konur. Meðalaldur þátttakenda var 48 ár.
    Niðurstöður: Yfirþema rannsóknarinnar var endurskilgreining á lífi og sjálfi. Niðurstöður sýna að hjartaáfall hafði mikil áhrif á sjálfsmynd þátttakenda. Að vera á besta aldri og komin með „gamalmennasjúkdóm“ hafði áhrif á upplifun þátttakenda á margan hátt. Fyrsta árið eftir hjartaáfallið litu þátttakendurnir frekar á sig sem hjartasjúklinga, en þegar lengra leið frá hjartaáfallinu þá breyttist sjálfsmyndin aftur og fólk upplifði sig frekar heilbrigt með þetta vandamál. Hjá tæplega helmingi þátttakenda var hjartaáfallið vangreint sem einhver annar sjúkdómur vegna ungs aldurs þeirra. Streita reyndist vera aðaláhættuþáttur fyrir hjartaáfalli hjá þátttakendum. Þeir þátttakendur sem upplifðu andlega vanlíðan eftir hjartaáfallið hafði sú vanlíðan frekar hvetjandi áhrif á lífstílsbreytingu en að vera hindrun. Hjá nánast öllum þátttakendum varð vendipunktur eftir hjartaáfallið til betri lífstíls. Þreyta og slappleiki voru einkenni sem flestir þátttakendur upplifðu við hjartaáfallið, fæstir fengu þennan verk sem mest fræðsla er um eða verk í brjóstið sem leiðir út í vinstri handlegg.
    Ályktun: Þessar niðurstöður sýna mikilvægi þess að fræða heilbrigðisstarfsfólk og almenning um öll einkenni hjartaáfalls, ekki bara bein einkenni frá brjóstkassa. Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vera vakandi fyrir andlegri líðan eftir hjartaáfall, ekki er nóg að afhenta fræðslubækling heldur þarf líka að vera einstakingsfræðsla. Mikilvægt er að finna matskvarða til að meta streitu sem hentar sem viðbót við annað mat þegar skimað er fyrir áhættu á að einstaklingur fái hjartaáfall.
    Lykilhugtök: Hjartaáfall, kvíði, þunglyndi, hræðsla, sjálfsmynd, einkenni hjartaáfalls, fyrirbærafræði, viðtöl, streita

  • Útdráttur er á ensku

    Research context: Cardiovascular diseases are the main cause of death in the world. The knowledge, about the condition and self-concept of Icelanders post myocardial infarction, along with what kind of experience it is having a myocardial infarction at the age around fifty, is poor.
    Research object: To promote knowledge and to enhance the understanding of the experience of having a myocardial infraction around the age of fifty
    Methodology: Phenomenology was applied. Individual interviews were taken with 11 people, out of which were 3 women. The average age of respondents was 48 years.
    Results: The main theme of the research was redefining the life and selves. Findings show that a myocardia infraction had a profound effect on the self-concept of the respondents. To be in your prime of life and get an “old people’s disease” had an effect on the respondent‘s experience in many ways. The first year post the myocardia infraction the respondents saw themselves as cardiac patients, but as time passed the self-concept changed and people experienced themselves being rather healthy with a condition. For almost half of the respondents the myocardial infraction was diagnosed as a different disease, because of their young age. Stress was experienced as one of the main risk factors for the respondent’s myocardia infraction. The respondents who experienced mental distress post the myocardia infraction had more motivational effects on them to make a lifestyle change rather than being an obstacle. Almost all the respondents experienced a turning point to better lifestyle after the myocardial infraction. Fatigue and anxiety were symptoms most of the respondents experienced during the myocardial infraction, few experienced the pain commonly described in textbooks or a pain in the chest which radiates to the left arm.
    Conclusion: These findings show the importance of educating medical personnel and the public about all the symptoms of myocardia infraction, not just symptoms explicitly from the chest. It is important for medical personnel to be alert about mental conditions post myocardial infractions, it is not enough to pass on an educational pamphlet, individual education is also needed. It is important to find a rating scale to evaluate stress which is suitable as a complement to other scales when screening for the risk of myocardia infraction.

Styrktaraðili: 
  • Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
  • 20.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna Gestsdóttir Meistararitgerð.pdf1,2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna