is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25251

Titill: 
 • Léttara líf : áhrif lífsstílsmeðferðar við offitu á þyngd og heilsutengd lífsgæði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Offita telst orðin heimsfaraldur og ein mesta lýðheilsuvá 21. aldarinnar. Betri lífsstíll er mikilvægasti þátturinn í baráttunni við offitu. Atferlismótandi endurhæfing hefur það markmið að styrkja einstaklinginn í því að tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.
  Markmið: Að kanna hvort og þá hvaða áhrif lífsstílsmeðferð á Kristnesi hefði á þyngd, líkamsþyngdarstuðul og heilsutengd lífsgæði og hvort fylgni væri á milli þessara þátta og/eða breytinga á þeim.
  Aðferð: Afturskyggn, lýsandi rannsóknaraðferð. Unnið var með gögn úr sjúkraskrá, þ.e. mælingar á heilsutengdum lífsgæðum (HL) og þyngd ásamt útreikningum á líkamsþyngdarstuðli (LÞS, kg/m²) hjá þátttakendum við komu, eftir fimm vikna meðferð og við endurkomu þremur mánuðum síðar. Einnig voru skráðar helstu bakgrunnsbreytur. Þátttakendur voru 304, allir þeir sem tóku þátt í lífsstílsmeðferð á Kristnesi frá 2005 til 2014.
  Niðurstöður: Meðalaldur var 42 ár (±11,55), konur voru 80% þátttakenda. HL mældust mjög skert við komu, háþrýstingur og vefjagigt voru algengustu sjúkdómsgreiningar fyrir utan offitu og 27% þátttakenda voru á örorku. Eftir fimm vikna meðferð hafði þyngd minnkað um 4,1 kg (±3,2; p< 0,001), LÞS lækkað um 1,41 stig (±1,09; p<0,001) og HL hækkað um 9,94 stig (±8,27; p< 0,001). Þyngd minnkaði milli allra þriggja mælipunkta (p<0,001), HL hækkuðu á meðan á meðferð stóð og héldust hærri í endurkomuviku en í upphafi (p<0,001), en lækkuðu þó lítillega á eftirfylgdartímanum (p<0,001). Engin fylgni var á milli LÞS og HL í upphafi né breytinga á LÞS og HL eftir fimm vikur. Fylgni mældist milli breytinga á LÞS og HL í endurkomuviku (p<0,05).
  Ályktanir: Marktækur árangur er af lífsstílsmeðferð á Kristnesi gegn offitu, þátttakendur léttast og heilsutengd lífsgæði þeirra aukast. Árangur helst góður við þriggja mánaða eftirfylgd. Fólk sem leitar lífsstílsmeðferðarinnar glímir við margþættan heilsuvanda sem krefst þverfaglegrar, einstaklingsmiðaðrar nálgunar.
  Lykilhugtök: Offita, líkamsþyngdarstuðull, heilsutengd lífsgæði, lífsstílsmeðferð.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Obesity is a global epidemic and one of the largest health
  problems of the 21st century. The cornerstone for treatment of patients with obesity is a multicomponent lifestyle intervention.
  Aims: To explore if and to what effect the multicomponent lifestyle program at Kristnes Rehabilitation Clinic had on body mass index (BMI) and healthrelated quality of life (HRQoL) and if there was a correlation between BMI and HRQoL at baseline or during the course of the treatment.
  Method: A retrospective, descriptive study, data was collected from hospital electronic journals. The data recorded were BMI and HRQoL data at baseline, after five weeks of treatment and at three-month follow-up, as well as basic demographic information on all participants in the program from 2005 until 2014, n = 304.
  Results: Mean age was 42 years (±11,55), 80% were women. Baseline
  HRQoL was low (37 ±10,7) and BMI was high (44 ±6,2 kg/m2
  ). The most common comorbidities were hypertension and fibromyalgia and 27% of the participants received disability benefits. At five weeks weight had decreased by 4,1 kg (±3,2; p< 0,001), BMI by 1,41 kg/m² (±1,09; p<0,001) and HRQoL increased by 9,94 points (±8,27; p< 0,001). BMI decreased throughout the study time (p<0,001), but HRQoL at follow up was lower than at five weeks (p<0,001), although still significantly higher than baseline. No correlation emerged between BMI and HRQoL at baseline nor between the changes in those variables after five weeks, but correlation between changes emerged during the follow up period (p<0,05).
  Conclusion: The lifestyle program at Kristnes successfully helps participants lose weight and improve HRQoL. Effects of the progam were still evident at three month follow up. Obese people who seek the lifestyle program have multiple health issues that demand multicomponent, individually tailored lifestyle program.
  Key words: Obesity, body mass index, health-related quality of life, lifestyle program.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 8.6.2018.
Samþykkt: 
 • 20.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25251


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Léttara Líf - Linda Aðalsteinsdóttir.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna