is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25256

Titill: 
 • Lyfjamistök og vinnuálag : næg mönnun er lykilþáttur til að tryggja öryggi og gæði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Lyfjamistök eru vandamál heilbrigðisþjónustu á heimsvísu og áætlað er að um 44-98 þúsund sjúklingar í Bandaríkjunum látist árlega af völdum mistaka og þar af um sjö þúsund vegna lyfjamistaka. Rannsóknir sýna að helstu orsakir lyfjamistaka eru truflanir, vinnuálag og nýtt eða óreynt starfsfólk. Helstu þættir sem tengjast vinnuálagi eru mönnun, hjúkrunarþyngd og reynsla hjúkrunarfræðinga. Fáar rannsóknir liggja fyrir um lyfjamistök hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var kanna fjölda lyfjamistaka og samband á milli lyfjamistaka, mönnunar og vinnuálags á lyf- og skurðlækningadeildum Landspítala með það að markmiði að benda á leiðir til úrbóta til að auka öryggi og gæði þjónustunnar. Notað var lýsandi afturvirkt rannsóknarsnið með gögnum fyrir árin 2012 og 2013 úr atvikaskrá Landspítala og sjúklingaflokkunarkerfinu RAFAELA sem sýnir hjúkrunarþyngd og fjölda starfsmanna á vakt.
  Niðurstöður sýndu að gerð voru 471 lyfjamistök á legudeildum lyf- og skurðlækninga á tímabilinu og marktæk fylgni var á milli hjúkrunarstigs og fjölda starfsmanna á vakt. Í 63% tilfella reyndist mönnunin of lítil miðað við æskilegt hjúkrunarstig. Marktæk fylgni kom fram milli fjölda hjúkrunarfræðinga og fjölda sjúklinga. Í 134 skipti voru þrír hjúkrunarfræðingar á vakt með 11 til 42 sjúklinga. Marktæk fylgni kom ekki fram milli hjúkrunarstigs og lyfjamistaka og milli fjölda starfsmanna á vakt og lyfjamistaka. Í 89% tilfella lyfjamistaka var hjúkrunarstigið hærra en 13 og í 84% tilfella voru lyfjamistök þegar hjúkrunarstig fóru yfir æskilegt hjúkrunarstig.
  Miðað við niðurstöðurnar er ekki hægt að útiloka að ákveðið mynstur reynist milli lyfjamistaka og hjúkrunarstigs. Ennfremur fela niðurstöðurnar í sér vísbendingar um að þungt álag stuðlar að því að lyfjamistök eigi sér stað.
  Lykilorð: lyfjamistök, hjúkrunarþyngd, vinnuálag, atvik innan heilbrigðisþjónustunnar, mönnun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.

 • Útdráttur er á ensku

  Medication errors constitute a global health care problem. It is estimated that 48-98 thousand patients die from medical errors each year in the United States and about seven thousand per year are estimated to die from medication errors. Studies show that the main causes of medication errors are distractions, workload and new or insufficiently trained staff. The main organizational factors related to workload are staffing, nursing intensity and experience of nurses. Few studies are available about organizational factors related to medication errors in Iceland. The main purpose of this study was to examine the number of medication errors, and the relationship between medication errors, staffing and workload in the medicine and surgical departments at Landspítali University Hospital to identify possible improvements to increase patient safety and quality of care. The research design was a retrospective study. The data gathered from incident files from the period 2012-2013 where medication errors are reported and data stemming from the RAFAELA patient classification system which shows nursing intensity and the number of nursing staff on duty.
  Findings show that over the research period the number of medication errors was 471 in the medicine and surgical departments. A statistically significant correlation was obtained between nursing intensities and the number of staff on duty. In 63% of cases nurse staff levels were below the optimal nursing intenities level as stipulated by the RAFAELA system. A statistically significant correlation was found between the number of nurses and the number of patients. At 134 instances there were three nurses on duty nursing 11 to 42 patients. No statistically significant correlation was detected between nursing intensities and medication errors on the one hand and the number of staff on duty and medication errors on the other hand. However, when comparing the nursing intensities and the number of medication errors in 89% of cases the nursing intensities were above 13. In 84% of cases medication errors occurred when nursing intensities were above the optimal nursing intenities level.
  Given these results a certain pattern between the number of medication errors and nursing intensities levels can not be excluded. In addition, the results suggest that heavy nursing workload increases the risk of medication errors.
  Keywords: medication errors, nursing intensity. workload, medical errors, nurse staffing levels.

Samþykkt: 
 • 20.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lyfjamistök og vinnuálag meistararitgerð.pdf3.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna